Nánari lýsingar á einstaka ferðum verða settar á Korkinn þegar nær dregur hverjum viðburði.
Skýringar á "árum"/erfiðleikastigi ferða er að finna hér.

Mars

30-31.03 Næturróður - tjaldferð

Útilega. Róið verður út í Engey eða Akurey og gist þar í tjöldum. Að morgni laugardags verður sameinast félagsróðri. Allur viðlegubúnaður skal tekinn með, prímus, svefnpoki, aukaföt o.s.frv. Mæting í Geldinganesi kl. 21 á föstudagskvöld.
Umsjón: Örlygur Sigurjónsson

14.4 Vogar-Keflavík

 


Sjósett verður við höfnina í Vogum. Róið verður að gömlum tóftum í vík rétt vestan við Voga. Síðan verður róið undir Vogastapa sem er hátt og mikið bjarg, þar er meðal annars að finna nokkra stóra hella. Oft er mikið um sel á svæðinu, sérstaklega þó innan við brimvarnagarðinn á Fitjum í Njarðvík. Ferðin endar við smábátahöfnina í Keflavík.

Nánari lýsing kemur síðar.
Umsjón: Sveinn Muller

19.4 Álftanes-HafnarfjörðurNánari lýsing kemur síðar.
Umsjón: Gísli H. Friðgeirsson

3.6 (Sunnudagur) Hörpuróður - DagsferðHinn árlegi Hörpuróður verður á Sjómannadaginn. Róið er frá Skarfakletti (eða Geldingarnesi með viðkomu í Skarfakletti), með ströndinni inn í Reykjavíkurhöfn. Þar er venjan að hafa kaffistopp áður en haldið er til baka.
Umsjón:

15-17.6 Jónsmessuróður í PurkeyFerðinni er heitið í Purkey á Breiðafirði í fylgd staðkunnugs heimamanns sem einnig er félagi í klúbbnum, Eyjólfur Jónsson frá Purkey.
Hann mun leiða okkur út í eyju á föstudegi og um eyjarnar i nágrenni á laugardegi.
Á sunnudegi róum við svo heim á leið.

Ferðir um þetta svæði geta verið krefjandi. Veður og straumar geta sett strik í reikninginn.
Þátttakendur þurfa að samsvara sér við kröfur klúbbsins um getu og færni.
Umsjón: Guðni Páll og Lárus Guðmundsson

Ágúst

10-12.08 Breiðafjörður -Helgarferð


Nánari lýsing kemur síðar.
Umsjón: Guðni Páll og Lárus Guðmundsson

September

16.9 Hvalfjörður

Nánari lýsing kemur síðar.
Umsjón: Perla