Tungufljóts Race 2009

28 feb 2009 06:57 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Það er haldið úti kynningu á facebook um keppnina þar sem verða settar inn myndir og upplýsingar um keppnina.
Þar er fólk nú þegar farið að skrá sig og virðist vera nokkuð góð stemming fyrir keppnini.
Ég hvet því fólk til að skoða síðuna en slóðina á hana er: www.facebook.com/event.php?eid=64965327834

Einnig væri ágætt ef einhver meðlimur á Playak.com gæti sett in auglýsingu þar um keppnina því nú er alveg lóðið að fá sem flesta útlendinga til að heimsækja okkur í kreppuni.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2009 17:28 #2 by AnnaLara
Replied by AnnaLara on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Frábært framtak Gummi líst vel á að þú takir þetta að þér og það hefur alltaf reynst best að halda þetta mót í góðu samstarfi við Arctic Rafting.

Það var líka gaman að hafa slalom formið á þessu og ég er alveg til í að taka þessa hlegi frá til að aðstoða við uppsetningu á brautinni.

Heiða ég er alveg til í að reyna að sleppa fyrr einn og einn dag eða að hlaupa frá í hádeginu enda að vinna rétt hjá og þarf að bíta í stýrið í hvert sinn sem ég keyri framhjá Elló, en ég er ekki viss um að ég geti það á næsta föstudag.

kv. Anna Lára

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2009 08:57 #3 by Heida
Replied by Heida on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Öss bara pressa á að maður standi við mætingarorðin Efa það samt að skortur verði á kvennræðurum í sumar. :)

Ef einhver er til í Ellóbusl. Þá er ég laus á föstudaginn og meira en til í Elló þeas ef hitinn heldur sig nokkuð yfir frostmarki. :woohoo:


kv Heiða
s: 8673755
mail heijons(hjá)hotmail.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2009 06:36 #4 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Segjum það þá, Tungufljótskappaksturinn verður 27. júní. Til þess að fyrirbyggja allan misskilning þá er dagskráin sem birt er á heimasíðu Brokeyjar byggð á e.k. áætlun sem byggði á því hvenær keppnir voru haldnar sl. sumar. Siglingasambandið fékk þessar upplýsingar með þeim skýra fyrirvara að um væri að ræða bráðabirgðadrög að mótaskrá en það var hins vegar ekki tekið fram á heimasíðunni. Ég endurtek því það sem ég sagði áðan - ekki taka mark á Brokey. Lesið frekar fréttina á forsíðu Kayakklúbbsins. Þar má finna réttar dagsetningar (nema hvað T-kappið er 27. júní).
Og hananú.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2009 05:48 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufljóts Race 2009
27. er bara fínt fyrst það er búið að gefa það út ;)
Við erum hvort sem er alltaf jafn blankir hvað dagur mánaðarins það er þessir græjufíklar.....
Svo er líka komin ein stelpa sem vill endilega mæta 27. svo við verðum að vera sætir við hana :P

Svo í sambandi við Elló þá fór ég á laugardag með strákana mína að sýna þeim aðstæður og þá voru þessar líka fínu aðstæður, svona svipað og þegar virkjunin er keyrð á 2 vélasamstæðum en okkur vantaði bátana.....<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2009/02/24 22:00

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 feb 2009 01:49 #6 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Holan í Ello er í gangi alla virka daga milli 800 og 1600 til 1. maí endilega að skella sér ef menn eiga frí tala ekki um þá sem eru án vinnu B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2009 23:47 #7 by Heida
Replied by Heida on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Hóhó
Ég kýs 27! :Þ
Verð því miður niðurnjörfuð og upptekin 4júli.


En annað hvenær er holan elló í gangi?
Hilsen
Heiða

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2009 19:11 #8 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Dagskráin sem birtist á Brokey er ekki sú sem keppnisnefnd var að ganga frá í gærkvöldi. Við settum Tungufljótskappróðurinn á þá helgi sem Gummi hafði stungið upp á, þ.e. 4. júlí. Gummi tók að sér að halda keppnina og hlýtur ákvörðun um dagsetningu að vera á hans valdi. Keppnisnefnd hefur svo sannarlega engar athugasemdir við 4. júlí og raunar ekki heldur 27. júní. Gummi - hvenær verður reisið??

Mótaskrá sumarsins eins og hún var samþykkt af keppnisnefnd í gærkvöldi kemur á vefinn von bráðar. Ekki taka mark á Brokey.<br><br>Post edited by: Rúnar, at: 2009/02/24 11:44

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2009 07:57 #9 by Heida
Replied by Heida on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Það er ekkert annað :)
Klappi klapp fyrir Gumma
Sátt með þetta og sátt með dagsetninguna.

Mæti gallvösk
kv Heiða


Og já raceið fær mitt atkvæði

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2009 07:28 #10 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Það er komin skráning á snjáldurskjóðunni undir liðnum Tungufljóts river race.

B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 feb 2009 02:23 #11 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Það er víst komin dagsetning á þetta sem er 27. júní eða þar um bil.
Persónulega finst mér fyrst í júlí besti tíminn vegna þess að þá er fólk helst á landinu og engin alvarlega í fríi eða í skóla en þegar fer að líða að ágúst eru allir út um allt, spánn, skólinn í DK flakk um evrópu osfv.

Kv. Gummi

Ps. þeim sem langar að sjá alla dagskránna geta skoðað hana á www.brokey.is

Post edited by: Gummi, at: 2009/02/23 22:21<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2009/02/23 22:23

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 feb 2009 23:07 #12 by Tinna
Replied by Tinna on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Þetta er nú bara glæsilegt framtak hjá þér Gummi og endalaust gaman að taka þátt í þessari keppni og ekki síður að fylgjast með, alltaf gríðarleg spenna.

Ég hef aldrei tekið þátt þegar notast var við slalomið, bara í raceinu, en get sagt að það er skemmtilegra að fylgjast með raceinu en slalominu. Í fyrra skiptið þegar keppt var í racei þurfti að koma við stein í stóra eddíinu vinstramegin ofan við ógeðis holuna og svo að fara í kringum steininn fyrir neðan leikholuna síðan endaði þetta þegar maður kom niður dropið. Í fyrra minnir mig að það hafi bara verið farið í kringum steininn en raceið endaði við brúnna.

Persónulega finnst mér fínt að hafa bara eina/tvær þrautir og svo að enda í púlinu fyrir neðan dropið. Stutt en gerir það að verkum að maður reynir meira á sig allan tíman, frá mínum bæjardyrum séð :ohmy:

raft-keppnin er líka bara æði.

Skemmtu þér vel við undirbúninginn

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 feb 2009 18:52 #13 by Jói Kojak
Líst vel á thetta, Gummi. Keppnin í fyrra var mjög skemmtileg - stuttur sprettur og ákvedid ad sleppa slalomhlidunum. Mér fannst thad koma betur út og held ad flestir sem tóku thátt deili theirri skodun. Alveg nóg ad láta taka hring utan um steininn fyrir nedan leikholuna. Thær keppnir sem ég hef séd, á netinu eda verid á stadnum eru einmitt thannig; frekar stuttur sprettur thar sem keppt er vid klukkuna og thar gildir ad velja rétta línu í gegnum hlutina. Ekkert verid ad flækja hlutina med slalomi. Sums stadar er einn ræstur í einu(t.d. í The Green Race) en ég held ad í Tungufljótinu sé skemmtilegra ad ræsa nokkra samtímis og fá smá fútt í thetta. Áin er heldur ekki erfid og nóg pláss.:whistle:

Svo er um ad gera ad halda áfram med raft-race. Jafnvel hægt ad gera eitthvad meira úr thví. Drumblendingar hafa verid okkur innan handar og skorast áreidanlega ekki undan thví núna.

Svo í sambandi vi leikholugerd thá styd ég thad 100%. Getur ekki verid svo flókid projekt. Ég hélt ad thad væri nóg ad dúndra nokkrum steinum á réttu stadina og thá væri thetta komid, en svo getur vel verid ad thad finnist betri lausn.

Kvedja úr straumlausa landinu B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2009 19:40 #14 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Líst vel á þetta Gummi!:woohoo:
Þessi keppni er fyrir minn smekk sú langskemmtilegasta á árinu, þrír-fjórir í riðli og svo er bara kappróður með kannski einni þraut á leiðinni, fara í kringum steininn fyrir neðan leikholuna eða eitthvað svoleiðis, bara til að tryggja að menn fari áhorfendamegin við eyjuna, bara gaman, hlakka til!B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 feb 2009 06:29 #15 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Tungufljóts Race 2009
Flott Gummi !!!!

Ég skorast ekki unda og skal vera þér til halds og trausts í þessu, nú þurfum við svo bara að klára það sem birjað var á forðum dag og fá sveitafélagið þ.e. Bláskógarbyggð með okkur í þetta þáverður allt auðveldara með að bú til þessa ágætu leikholu, því þetta er alveg hæt.

Kveðja frá Caracas.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum