Grundarfjörður 25.-27. júlí

13 júl 2008 18:53 #16 by Sævar H.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/13 15:04
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2008 01:04 #17 by Stefán_Már
Ég mæti strax á föstudagskvöld.

Kveðja
Stefán

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 júl 2008 03:03 #18 by Reynir Tómas
Í mörg ár hefur róður á Snæfellsnesi verið út frá Stykkishólmi. Grundarfjörður er líka gott svæði, sérlega fallegur fjörður, vinalegur bær, svæði í nálægum fjörðum, á Hraunsvatni, út í eyjar og nes. Nú er skv. dagskrá ferðanefndar lagt til að halda þangað þessa ofangreindu helgi. Svo vill til að þessa helgi er bæjarhátíð Grundfirðinga, eins konar fjölskylduhátíð sem nefnist \&quot;Á góðri stundu\&quot; (sjá www.grundarfjordur.is og www.agodristund.grundarfjordur.is). Ég hef haft samband við aðalmenn ferðamála í firðinum og Unnstein Guðmundsson, ræðara, og við erum mjög velkomin, helst strax í grillveislu á snemma á föstudagskvöldinu. Unnsteinn hefur útvegað svæði þar sem við megum tjalda aðeins utan við bæinn og niðri við ágæta fjöru, fallegur staður þar sem klúbburinn (og klúbbtjaldið) verður og ekki aðrir. Farnar dagsferðir á laugardag og sunnudag. Þetta ætti að geta orðið hin besta ferð, fyrir klúbbmeðlimi og fjölskyldur þeirra, því fyrir þá sem ekki róa er margt við að vera, ekki síst þessa helgi. Ferðanefnd hvetur fólk til að spá í þetta og láta okkur vita af því ef það ætlar, svo við getum látið hina gestrisnu Grundfirðinga vita með nokkurra daga fyrirvara um fjöldann. :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum