Grundarfjörður 25.-27. júlí

30 júl 2008 03:40 #1 by Reynir Tómas
Þetta var góð ferð og margra saknað, en hópurinn sem kom góður og notalegt að hafa topptjaldið klúbbsins með. Á föstudag komu Reynir og Steinunn, Stefán Már, Sævar, Kristinn og Valdimar, Bestla og Björn og Gísli og Lilja bættust við seinna eftir kvöldróðurinn. Örlygur mætti á svæðið á laugardagskvöldinu. Hraunsfjarðarvatnið er ágætt til að róa á í fallegum fjallasal og notaleg vík í sólskini spillti ekki, - hvöss sunnanátt (hnjúkaþeyr) niður yfir fjöllin gerði róður út vatnið að hæfilegu átaki, en svo var ferðin tilbaka fín með vind í bakið. Sund á eftir. Góð stemning í bænum, ekki síst á laugardagskvöldinu með bryggjuballi, en við vorum hæfilega mikið út úr aðal erlinum í kyrrð og ró, þökk sé Unnsteini og Söndru, og Kolbrúnu á Grundarfirði. Það er gott að sækja þennan stað heim og róðrarmöguleikar góðir og hvergi nærri búnir. Sunnudagurinn var með besta móti. Melrakkaey er friðlýst og þarf leyfi Umhverfisstofnunar (arftaka Náttúruverndarráðs), en við vorum líka utan varptíma. Tveir ungar \"máv-urruðu\" á okkur úr holum sínum, en skarfur, lundinn og mávar voru spakir og alls óhræddir. Ræðarar fara alltaf varlega í náttúruvættum. Við Krossnestána braut á skerjum og þar fór einn í sjóinn en stóð á klettinum og fékk aðstoð við að komast aftur upp í bátinn. Kaffi og kökur á Kaffi Emil alveg í lokin. :) :laugh: :kiss:
Svo er það Breiðafjörður (Skáleyjar og Sviðnur) um þarnæstu helgi, fylgist með korkinum........<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/07/29 23:41

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2008 00:35 #2 by Gíslihf
Við Lilja vorum með í þessari ágætu ferð, fyrst í Hraunsfirði á Laugardeginum og þar sem við vorum síðbúin til baka sáum við örn fljúga yfir fjörðinn.
Blíðan á sunnudeginum var slík að klæðaburður við róðurinn var helsta vandamálið. Við rérum aðeins út fyrir Kirkjufellið og tókum land í lítilli sandvík neðan við vita sem þar er. Þar var lagst í sólbað og neyddumst við til að fækka fötum all verulega.
Lilja var heilluð af því að vera á kayak í þessari blíðu en segist stefna meira á rómantíska stílinn en afreksferðir. Ég gæti sem sagt ekki fengið hana til að fara hringinn með þeim sem eru farnir að hugsa um það í laumi.
Nýi Point 65° (Whisky) kayakinn hennar reynist vel, hann er snúningalipur en ekki stefnufastur og ég tel hann henta vel fyrir ræðara sem er ekki stór eða þungur og sem telur sig ekki vera öflugan til átaka því að hann hlýðir vel án kraftbeitingar. Það þarf samt svolitla þjálfun í beitingu árar og báts almennt til þess að nýta þessa eiginleika.
Aðfaranótt mánudags settum við upp fjölskyldutjaldið á tjaldstæði Ólafsvíkur og settum upp borðstofusettið í rúmum salarkynnum þess. Um nóttina bætti í sunnanátt og undir morgun fóru vindhviður niður lítið skarð ofan við tjaldstæðið að reyna á tjöldin. Ég var hálfnaður með tebollann þegar einn fíberboginn tvíbrotnaði og stakkst út um dúkinn. Það var ekki um annað að ræða en að henda frá sér bollanum, stinga sér út um skörina og fella bogana í flýti. Síðan var lagst á dúkinn og honum rúllað saman eftir því sem hælarnir voru losaðir. Þetta minnir á hve staðbundnar vindaspár geta verið mikilvægar - ekki síst fyrir kayakræðara.
Bestu þakkir fyrir góða og vel skipulagða helgi og ég hvet fleiri til að nota sér næsta tilboð þegar farið verður í Breiðafjörðinn í ágúst.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2008 22:21 #3 by Sævar H.
<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/29 19:27
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2008 22:09 #4 by Sævar H.
Frá Melrakkaey- toppskarfar á stuðlabergi



Aðeins einn lendingastaður er í Melrakkaey og hann þröngur<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/29 18:11
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2008 21:47 #5 by Sævar H.
Róið af stað í blíðunni sunnudaginn27.júlí


Ferðin í Grundarfjörðinn heppnaðist með miklum ágætum.

Við mættum sex á föstudagskvöldið og eftir að hafa tjaldað á túninu við Hellnafell , var farið í róður inn fyrir höfnina , en þar var varðeldur mikill vegna hátíðarhalda í bænum.
Á laugardag var mikill og óhagstæður vindur til sjóróðra og var í þess stað farið í Hraunsfjarðarvatnið og tekinn góður hringur þar.
Og að morgni sunnudags var vaknað snemma við bongóblíðu- haldið var í mikinn og góðan róður út með Kirkjufellinu að Kvíaós og þaðan í Melrakkaey.
Melrakkaey er algjört náttúrudjásn- alfriðuð og fuglinn svo spakur að nánast er hægt að klappa honum, mest toppskarfur og rita- og þó nokkuð af lunda. Við höfðum fengið leyfi fyrir landgöngu í Melrakkaey
Því næst var róið að Krossnesvita og róðrinum lauk síðan 1 km utan við Lárós. Alls rerum við 9 þessa leið ,en Gísli H.F. og frú réru skemmra.
Um allt þetta leiddi Reynir Tómas fararstjóri okkur og er honum þakkað.:P<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/31 19:04
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2008 15:31 #6 by SAS
Þriðjudagur og enn ekki eitt orð um aðalróður helgarinnar. Hvernig var? Voru engar myndir teknar?

kveðja
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 júl 2008 02:14 #7 by Sævar H.
Hún er glæsileg veðurspáin fyrir Grundarfjarðarsvæðið nú um helgina... :P

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 júl 2008 00:03 #8 by Stefán_Már
Það er gott að vita að ég get mætt á föstudagskvöldið án þess að vera einn að rolast. Við sjáumst á föstudaginn og tökum jafnvel léttan kvöldróður.

Kveðja
Stefán Már

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2008 03:07 #9 by Reynir Tómas
Steinunn og ég mætum um kl. 18 á föstudagskvöld, jafnvel fyrr ef unnt verður:) . Smá kvöldróður kæmi til greina.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2008 02:57 #10 by Bestla Njals
Við Björn munum mæta galvösk á föstudagskvöldið í Grundarfjörðinn.
Hlökkum til að róa á laugardeginum með von um að það verði þokkalegt veður.
kv.
Bestla

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2008 02:29 #11 by Sævar H.
Gott er að Grundarfjarðarkorkurinn er allur að hressast.

Það mættu gjarnan fleiri láta í sér heyra hér á þessum vettvangi...það er alltaf hluti af stemningunni að vita hverjir verða með í róðrunum- eða það finnst mér.

Sjálfur áætla ég að mæta á staðinn að kvöldi fösudags og vera fram á sunnudag... Veðurútlit er ágætt .
Mér líst vel á alla þá róðrarmöguleika sem svæðið býður uppá .

Endilega látið í ykkur heyra hér á korkinum

kveðja Sævar H.<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/22 23:00

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2008 02:10 #12 by Stefán_Már
Sæl öll.

Hvenær ætlar fólk að mæta í Grundarfjörðinn? Ég get mætt strax á föstudagskvöld en nenni ekki að mæta einn.

Verður nokkuð róið fyrr en á laugardag?

Kveðja
Stefán Már

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 júl 2008 01:06 #13 by Reynir Tómas
Ágætu félagar ! Nú fer að líða nær helginni og ferð í Grundarfjörð.:) Þetta er nýr áfangastaður og ekki margir sem hafa róið um svæðið. Nú tengist saman möguleiki á dagsróðrum, allt eftir veðri og aðstæðum og samvera með fjölskyldumeðlimum sem ekki róa og ekki spillir að það er hátíð fyrir fjölskyldur í Grundarfirði þessa helgi. Skoðið á netinu www.grundarfjordur.is og líka www.agodristund.grundarfjordur.is til að sjá hvað um er að vera. Við erum mjög velkomin og Unnsteinn Guðmundsson, ræðari hefur verið svo einstaklega vinsamlegur að bjóða okkur tjaldsvæði niðri við sjó aðeins út úr bænum rétt vestan í byggðinni, þar sem heitir Hellnafell (hús/bær), en þar á hann túnsvæði við sjóinn. Þarna setjum við upp græna topptjaldið klúbbsins (4-6 geta gist þar ef þarf). Unnsteinn er með s. 897 6830 og ef einhverjir koma á undan mér biður hann um að hringt sé í sig svo hann geti leiðbeint mönnum um svæðið. Það er líka ágætt tjaldsvæði við sundlaugina fyrir þá sem vilja vera nær bænum og hafa meiri aðstöðu.
Bænum er skipt upp í fjóra parta um helgina, þann gula, græna, bláa og rauða og við úti á Hellnafelli tilheyrum þeim rauða. Við erum vinsamlega beðin um að vera með eitthvað rautt til að vera í okkar \&quot;liði\&quot;, s.s.húfur, peysur, stakka, slár, veifur o.s.frv.. Svo verðum við um helgina að hafa smá hópróður með bænum og inn á höfnina, en annars verður stefnt á að róa út fjörðinn, í Melrakkaey, kannski út eða inn með Framsveitinni Eyrafjallsmegin og svo líka fyrir Kirkjufell og út fyrir Krossnesbjarg og Krossnestá í Lárós. Það eru margir fleiri staðir utan og innan með nesinu, sjá kort Sævars frá því fyrir helgina.
Gott væri að vita hve margir koma (8-10 tilkynntir nú) til að láta Grundfirðinga vita og svona upp á samheldni hópsins. Hringja má í undirritaðan í s. 824 5444 eða senda mér smáskilaboð, eða þá póst á reynir.steinunn@internet.is. Eftir róður verður spjall o.fl. á tjaldsvæði okkar og við skoðum mannlíf í bænum undir kvöld og á kvöldin (grillveisla á bryggjunni á föstudagskvöld) og Jónas Guðmundsson, hátíðarstjóri, býður okkur líka velkomin. Veðurútlitið er ágætt, sjá www.belgingur.is og www.vedur.is :laugh:

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/07/22 21:12

Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/07/22 21:13<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2008/07/22 21:15

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 júl 2008 15:29 #14 by Sævar H.
Hvernig er stemningin fyrir Grundarfjarðarróðrunum helgina 25-27 júlí 2008 ?:P
Síðasta ferð í Straumfjörðinn náði ævintýrasjarma eins og sjá má á korkinum- á áttundahundrað hafa kynnt sér ferðina þar..:silly:
Grundarfjörðurinn býður uppá strandróður í fallegu umhverfi m.a með því glæsilega fjalli Kirkjufelli. Ekki verða eyjapeyjar og stelpur höfð útundan því áætlað er af Reyni fararstjóra að róa út í Melrakkaey.. ;)<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/20 11:21
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

13 júl 2008 19:02 #15 by Sævar H.
Sævar H. wrote: Kort af því svæði sem fyrirhugað er að róa um..

Tjaldað á laugardegi á tjaldstæðinu í Grundarfirði, róið fyrir Kirkjufell, Krossnes , Sandvík, Kiðanes og yfir í Látravík, og á sunnudegi út í Melrakkaey eða fyrir Búlandshöfða.


Umsjón: Ferðanefnd, Reynir Tómas, s. 824 5444 eða reynir.steinunnhjaintern

<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2008/07/20 11:23

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum