Hringróður umhverfis Ísland 2016

23 maí 2016 18:12 - 24 maí 2016 08:40 #46 by Sævar H.
Smávegis um þetta afrek hjá honum Lee Taylor:
Hann hefur nú þverað Breiðafjörðinn á frábæran hátt alls um 57 km þverun á opnu hafi - leið frá Miðbúð undir Eyrarfjalli á Snæfellsnesi og að Skor og síðan inn í víkina undan Sjöundá . Og róðurinn tók um 9 klst að Skor en um 9 1/2 tíma allaleið inn í víkina
Það sem ég hef lagt athugun á- hefur hann nýtt sér alla náttúrukraftana á leiðinni eins og best gerist- frábært á að horfa,

Kort og mynd í tilefni dagsins :P

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6287948989071652897

Ps. 271 km komnir af leiðinni umhverfis Ísland og kominn fast að Látrabjargi -á 6 dögum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2016 14:59 - 24 maí 2016 10:34 #47 by Sævar H.
Frá Hellissandi hefði hann ekki notið útfalls,vinds og öldu- allt framanstætt á hlið- mikið puð.

Um 13.30 breytir hann um stefnu og nú á mitt Stálfjallið- austar- það byrjaði þá að falla að -inn Breiðafjörðinn
Ekkert óþarfa puð gegn náttúruöflunum - gaman að fylgjst með Lee og nátturuöflunum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2016 14:54 #48 by Andri
Frá Hellissandi að Miðbúð eru u.þ.b 35km sem er nokkuð löng leið til að elta ögn betri skilyrði. E.t.v spilar inní að veðurútlit seinnipart á morgun er slæmt. Mér dettur í hug að hann hafi ætlað að þvera innar og fara svipaða leið og Gísli fór en ákveðið síðan að þvera fyrr til að eiga kost á að róa með landi á morgun þótt að það verði hvasst. Hörkudagur hjá Lee í dag og það verður spennandi að fylgjast með framhaldinu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2016 14:16 #49 by Sævar H.
Lee er greinilega með heildaryfirsýn fyrir hvern róður. Sjólag,vind,strauma og sjávarföll.
Upphafsstaðurinn frá Miðbúð undir Eyrarfjalli hefur verið mjög heppilegur staður:
Útfall út Breiðafjörðinn , vindur aftanstæður á hlið og sjólag.
Þetta hefur hann séð í gær þegar hann lagði upp frá Ólafsvík og lét því staðarnumið á hagstæðasta stað til að þvera Breiðafjörðinn að Skor...í dag
Hann kann fræðin og hefur greinilega reynsluna við að hagnýta þau ;)
Róðurinn gengur afar vel hjá honum um 6 km/klst og verður um 9 klst á þessum 56 km legg - að Skor- kannski fer hann aðeins lengra ´-í víkina við
austurenda Rauðasands- góður staður .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 maí 2016 14:06 #50 by Andri
Ég hélt að hann myndi þvera fjörðinn innar úr því að hann var ekki búinn að því fyrr. Það væri gaman að heyra hvað réði því að hann þveraði ekki strax frá t.d Hellissandi úr því að hann ætlar í svona langa þverun. Það er u.þ.b sama vegalengd.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

22 maí 2016 21:29 - 23 maí 2016 08:50 #51 by Sævar H.
23.5 kl 8:50. Lee Taylor lagði upp frá Miðbúð á Snæfellsnesi kl 8 í morgun og stefnir þvert yfir Breiðafjörðinn með stefnuna á Skor austan Rauðasands- 58 km róður.
Veður er sæmilegt- breytilegur vindstrengur - þó hægur lens aftantil á hlið. Bara spennandi ;)
Hann styttir leiðina um 67 km frá hefðbundinni leið fyrri hringfara......

Nú er Lee Taylor búinn að róa 214 km af leið sinni umhverfis Ísland
Hann er núna í landi Miðbúða undir Eyrarfjalli á Snæfellsnesi og næsti áfangi er greinilega að þvera Breiðafjörðinn.
Eymundur réri með honum Arnarstapi - Ólafsvík um 56 km róður.
Nú er bara morgundagurinn sem er ferðafær yfir Breiðafjörðinn- síðan snýst í mikla ótíð þarna
Hann hefur verið einstaklega heppin með veður og sjólag fram að þessu.

Smávegis til gagns og gamans. :P

Lagt upp frá Gróttu 17.maí



Íslandskort er innritað með svartri línu það sem af er en áfangastaðir með rauðum þrihyrningum

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 maí 2016 14:28 - 21 maí 2016 14:29 #52 by gudmundurs
Greinilega öflugur ræðari. Hann ætlar ekkert að eyða öllu sumrinu í þetta :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2016 15:06 #53 by Gunni
Ég heyrði í kappanum áðan. Hann tekur hvíldardag í dag og fer snemma af stað í fyrramálið. Stefnir þá á Ólafsvík.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 maí 2016 08:29 #54 by Sævar H.
Það er enginn smá gangur á róðrinum hjá honum Lee Taylor. Eftir þriggja daga róður ,frá Gróttu, er hann kominn á Arnarstapa undir Jökli-alls um 130 km leið
Hann hefur verið einstaklega lansamur með veður til lands og sjávar og frábærir dagar framundan fyrir hann. Og nú fer hann væntanlega inná Breiðafjörðinn í dag.
Hann er öfundsverður á þessum róðri í svona veðri..

Róðrarleiðin er merkt með svörtu striki
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2016 10:43 - 18 maí 2016 14:10 #55 by Sævar H.
Ekki ætla ég nú að vera með einhverjar ferðaupplýsingar hér um hringfarann -hann Lee Taylor - en ætla samt að fylgjast grannt með honum um Spotttækið - svona fyrir mig - til fróðleiks og skemmtunnar. En samt : Hann lagði upp frá tjaldstæðinu á Akranesi upp úr kl 10 í morgun og stefnir á Álftanes á Mýrum:-) Þekktur slóði hringfara.
Framundan er einstök veðurbliða til lands og sjávar fyrir hann - svo langt sem séð verður. Þetta lofar góðu - og spennandi fyrir okkur að fylgjast með.

Guðni Páll -hans aðal aðstoðarmaður hefur gefið hér upp helstu þræði Lee Taylors- þ.á.m Spotttækið góða.


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2016 16:45 #56 by Friddi
Hefur einhver heyrt um tvo kayakræðara, Olly Hicks og George Bullard sem í sumar ætla að róa frá Grænlandi til Íslands og svo áfram til Færeyja og þaðan til Skotlands (www.ollyhicks.com/in-the-wake-of-the-finnmen/)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2016 16:44 - 17 maí 2016 19:35 #57 by Sævar H.
Við vorum nokkrir viðstaddir upphaf Lee Taylors að hringróðri umhverfis Ísland við Gróttu í dag og kvöddum kappann
Nú er hann komin á tjaldstæðið á Akranesi eftir um 4 klst róður frá Gróttu
Nokkrar myndir frá uppákomunni



Frá brottför í hringróður 17.maí 2016

plus.google.com/photos/11326675796839424.../6285698702649006241






Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2016 22:32 - 16 maí 2016 22:35 #58 by Guðni Páll
Það verður Grótta-Akranes til að byrja með svo ræður bara veðrið hvað menn gera :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2016 22:31 - 16 maí 2016 22:31 #59 by Sævar H.
Leggja upp frá Gróttu ? Það verður spennandi að sjá hvað innarlega í Flóann hann ætlar og eins hvað innarlega í Breiðafjörðinn.
Þetta verður eitthvað til að horfa á. ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 maí 2016 20:35 #60 by Guðni Páll
Hann Lee Taylor ætlar að hefja hringróður umhverfis Ísland á morgun 17.5.2016 hann reiknar með að hefja róður kl 12:00 frá Gróttu.
Lee er öflugur ræðari frá Bretlandi og réri umhverfis Bretland í fyrra.

Hérna eru síðurnar hans svo það sé hægt að fylgjast með honum.
Spott
share.findmespot.com/shared/faces/viewsp...SJxKoaP26hB6Amu5XjEq

Heimasíða
leeatseaiceland.wordpress.com/

Facebook
www.facebook.com/Lee-at-sea-1117029305015590/

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum