Hringróður umhverfis Ísland 2016

17 jún 2016 10:18 - 17 jún 2016 15:45 #16 by Sævar H.
Eftir fjögurra daga stopp vegna veðurs lagði Lee Taylor upp frá Kópaskeri um kl 10:30 í gærmorgun (16.6) og réri norður með Melrakkasléttu og fyrir Rauðanúp þar sem hann tók smá hvíld. Hann hélt síðan áfram og fyrir Hraunhafnartanga þar sem hann setti stefnuna í suður og nam land þar sem heitir Grenjanes skammt norðan Þórshafnar á Langanesi um kl 3:05 í nótt eftir um 95 km róður- mikið afreksverk. Hæglætis veður og stillt í sjó.

Lee Taylor hefur nú róið 916 km af leið sinni umhverfis Ísland og nú liggur leið fyrir Langanes og suður með Austfjörðunum

Kort af farinni leið
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6297104005168934770

Fríða dugar vel ;)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2016 18:56 - 13 jún 2016 21:28 #17 by Sævar H.
Og áfram heldur Lee Taylor róðrinum. Kl 10:00 í morgun 12.júní lagði hann upp frá Breiðuvík á Tjörnesi. Þveraði Öxarfjörðinn og lenti á Kópaskeri kl. 17:00 eftir 39 km róður í hæglætisveðri og sjólagi

Hann hefur nú lagt að baki 821 km af leið sinni umhverfis Ísland

13,júní Nú dvelur Lee á Kópaskeri í góðu yfirlæti og bíður þess að byr verði fyrir Melrakkasléttu--- nokkrir dagar ?

Kort af róinni leið 12. 6.
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6295383160802397938


Lee Taylor . mynd af Fb síðu hans.
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2016 20:22 #18 by Sævar H.
Lee lagði upp frá Keflavík austan Gjögurtá kl um 8:30 í morgun og réri með Fjörðum yfir í Flatey á Skjálfanda þar sem hann tók land og stoppaði um stund:
Því næst þveraði hann Skjálfandaflóann að Tjörnesi og lenti um kl 19:50 í Breiðuvík nyrst á Tjörnesi eftir 51 km róður. Veður var gott til lofts og sjávar
Hann hefur nú lokið við að róa um 782 km af leið sinni um Ísland
Veður á morgun er hagstætt þó lakara en í dag.

Kort af róinni leið
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6295032892619921458


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2016 18:02 - 09 jún 2016 21:09 #19 by Sævar H.
Ekki átti ég von á að hann myndi róa þessa leið í dag vegna vindstrengs á móti . Hann er núna fyrir miðjum Eyjafirði og gengur hægt - sennilega í > 20 m/sek þarna í austanáttinni af háum fjöllum þar sem vindur eflist mjög . Hann er á um 4 km/klst og hefur sveigt af leið og innar.

Núna kl 20:32 er hann lentur í Keflavík við Gjögurtá - þetta hefur verið afar strembið hjá honum -3-3.5 km /klst síðasta spölinn. Þarna í Keflavík er gróf lending og þarna er gott hús - kannski neyðarskýli- rautt á lit. Þetta hefur verið um 36-7 km leið hjá honum á 8 klst sem er 4.5 km/klst meðalhraði

Heildarvegalengd er því um 731 km

Kort af róinni leið
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6294304455180374866

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 jún 2016 17:24 - 09 jún 2016 17:25 #20 by Andri
Núna er Lee c.a hálfnaður yfir Eyjafjörð, kraftur í honum.
Ég ætlaði að lesa bókina hans Gísla samhliða ferðalagi Lee til að lifa mig sem best inn í þetta, Lee er kominn langt framúr mér og ég gefst upp :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 jún 2016 20:35 - 09 jún 2016 15:03 #21 by Sævar H.
Það rekur hvert afrekið af öðru hjá honum Lee Taylor . Nú hefur hann þverað Skagafjörðinn að Mánárskriðum.

Lee Taylor lagði upp frá austanverðu Rifsnesi á Skaga kl 9:15 í morgun og réri fyrst fyrir Skaga í Þangskálavík þaðan sem hann tók strikið þvert yfir Skagafjörðinn og djúpt útaf Fljótum með stefnu á Mánárskriður sem eru í 47 km fjarlægð frá Skaga.
Og síðan liggur leið fyrir Sauðanesvita og inná Siglufjörð og tekur land í Siglufjarðarbæ eftir 75 km róður - kl um 20:50, eftir um 12 klst róður án landtöku Mikið afreksverk hjá Lee.
Veður var mjög gott allan tímann og logn á sjó.


Og nú hefur Lee róið um 694 km af leið sinni umhverfis Ísland


Kort af róinni leið
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6293923353888830114


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 jún 2016 22:14 #22 by Sævar H.
Nú er Lee Taylor búinn að vinna það afrek að þvera Húnaflóann. Hann lendir í verulegum aðfallsstraum í upphafi inn Húnaflóann ásamt norðan streng á hlið 5-10 m/sek lúngann af leiðinni og > 0.6 m ölduhæð .
Hann tekur því drjúgan sveig frá beinni stefnu - inn Húnaflóann .
Hann lendir fyrst við Kálfshamarsvík og tekur pásu þar og heldur síðan áfram norður Skagann og lendir norðan og austan á Rifsnesinu og lýkur þar með þverun Húnaflóa.
Það er alveg nýtt fyrir okkur að verða vitni að svona afreki
Bein styrsta lína þvert yfir frá Gjögri og í Kálfshamarsvík eru 40 km. Róður Lee í dag varð alls 54 km á 11 klst.

Heildarveglengd er því um 619 km

Kort af róinni leið
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6293206061858947170

Hún stendur sig vel hún Fríða :P

Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 jún 2016 20:57 - 05 jún 2016 20:59 #23 by Sævar H.
Nú er Lee Taylor kominn á Gjögur og kveður senn Strandir . Hann lagði upp frá Skjaldarbjarnavík kl 11:25 í morgun 5.júní og réri í Munaðarnes þar sem hann stoppaði í 2:5 klst- sennilega farið í laugina góðu þar. Síðan leggur hann upp um kl 19 og rær yfir að Gjögri þar sem hann tók land rétt við flugvöllinn þar.
Veður var gott og sjólag einnig- hægur lens.
Og nú blasir Húnaflóinn við og > 40 km róður að þvera hann frá Gjögri . Veður á morgun verður stillt fyrri part dags en fer að kula eftir hádegi með innlögn á Húnaflóann og þá á hlið. Nú er það spennandi í fyrramálið---- hver verður stefnan
Í dag réri hann um 42 á 7.5 klst og hefur þá róið í heildina 565 km á leið sinni umhverfis Ísland

Núverandi staða róðurs.
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6292815560555946834


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 jún 2016 13:44 - 05 jún 2016 20:26 #24 by Sævar H.
Nú eru það rómantískir miðnætursólar róðrar hjá honum Lee Taylor -Hann nýtur sumarsins norður við heimskautsbaug-um nætur.
Hann lagði upp frá Búðum í Hlöðuvík á Hornströndum um kl 20:50 í gærkvöldi og réri fyrir Horn og síðan austur með norður Ströndum og allt til Skjaldabjarnarvíkur sunnan Geirhólma- þar sem hann tók land um kl. 5:50 eftir um 50 km róður á 9 klst.

Hann hefur þá róið alls af leið sinni hringinn -um 523 km leið.
Veður var mjög gott bæði til lofts og sjávar.

Nú er líklegt að hann fari á Gjögur í næsta áfanga- sem er um 42 km leið og mun hagstæðara en í Munaðarnes - ef hann ætlar að þvera Húnaflóann-sem er mjög líklegt.
Það er um 10 km styttra að þvera frá Gjögri en Munaðarnesi. Spáin er einkarhagstæð - en hann verður samt að velja tíma dags - vandlega. :unsure:

Nú bíðum við , áhorfendur og njótendur , þess sem Lee Taylor gerir ;)

Kort sem synir feril og stöðu
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6292331801539252674


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 jún 2016 11:07 #25 by Sævar H.
Nú er Lee Taylor kominn í Hlöðuvík á Hornströndum eftir 57 km róður frá Bolungavík .
Hann lagði upp frá Bolungavík kl 20:40 í gærkvöldi og réri í birtunni í alla nótt.
Hann lenti svo kl 5:50 í morgun skammt frá sæluhúsinu í Hlöðuvík undir Skálakambi.
Veður var mjög gott á leiðinni og sjólaust- miðnætursólar stemning ;)
Eftir að hann lenti við Stigahlíð og gisti þar eina nótt réri hann yfir á Bolungavík og var umvafinn kayakmönnum á Ísafirði sem aðstoðu hann við uppstokkun á mat og fleiru fyrir framhaldið- það er háttur Ísfirðinga við afreksmenn á kayakhringferð :)
Nú hefur Lee Taylor lagt að baki 473 km af hringferðinni og bjart framundan

Kort af stöðunni
plus.google.com/photos/11326675796839424.../6291921171980924242


Fríða stendur sig vel :P
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2016 13:16 - 01 jún 2016 13:46 #26 by Sævar H.
Gúðni Páll upplýsti hér í gær að Lee væri orðin matarlítill og þyrfti inn á Ísafjörð í kaupstaðaferð- ekki var ferðafært frá neyðarskýlinu undir Stigahlíð í gær vegna ofsaveðurs. Nú hefur Lee róið inn til Boungarvíkur í morgunsárið og þeir Ísfirðingar hafa greinilega sótt hann með bát og öllu til alsherjar yfirferðar á öllum búnaði og svoleiðis
Þetta hafa þeir gert við flesta hringfara - sérstaklega Gísla H.F og Guðna Pál. Þeir eru svona hirðmenn hringfara áður en þeir róa fyrir Hornstrandir. Spott tækið er greinilega í gangi á bátakerrunni á leið til Ísafjarðar :-)

Ps. Guðni Páll var á undan að upplýsa ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2016 13:14 - 01 jún 2016 13:26 #27 by Guðni Páll
Lee réri frá miðri Stigahlíð í morgun til Bolungarvíkur þar sem hann var sóttur og er nú kominn í Kayak Center á Ísafirði og ætlar að endurraða í bátinn og svoleiðis. Hann mun fá góða þjónustu á Ísafirði, heyri betur í honum í kvöld með framhaldið.

kv Guðni

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 jún 2016 12:51 - 01 jún 2016 12:51 #28 by Andri
Í morgun sínir track- ið ferðalag fram og til baka norðan við Bolungavík. Núna er hann við Hnífsdal og ferðahraði síðustu 10 mínúturnar sýnist mér vera 10km.
Eitthvað óvenjulegt flakk virðist vera á á honum. Veit einhver hvað er að frétta?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2016 20:40 - 31 maí 2016 20:41 #29 by Sævar H.
Það eru > 20 metrar í hviðum á Þverfjalli og þá ekki minna á Bolafjalli ofan Stigahlíðar. Það segir að það getur farið í > 30 m/sek þarna hjá honum Lee undir miðri Stigahlíðinni- og þá´þvert ofan af fjallinu. Vonandi heldur neyðarskýlið skjóli á honum og að hann gangi vel frá´bát og búnaði
Nú hefur hann lagt að baki um 407 km. Gott leiði verður yfir Djúpið og allt í Hornvík síðdegis á fimmtudag.... eftir kortum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 maí 2016 19:03 #30 by Andri
Það er við svona aðstæður sem einhverjir myndu leggja árar í bát. Mér sýnist Lee vera nagli og fátt geta stöðvað hann að klára.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum