frá Sævari HHallarbikarinn var haldinn laugardaginn 6 apríl í Skeljanesi.

Þetta var í þriðja sinn sem keppnin er haldin en að þessu sinn var róinn 5,4 km hringur frá Skeljanesi, að innsiglingarbauju við Kópavogshöfn, að bauju við norðanvert Álftanes og til baka að Skeljanesi. 10 karlar og 2 konur tóku þátt og lék veður við keppendur. Reyndar blés um 8 m/s vindur að norðan sem bjó til öldulag sem hægði á keppendum en einhverjir lentu í smá basli við jafnvægið.

Tímar þátttakenda voru eftirfarandi(Mín,sek):

 

Keppandi Flokkur Tími (mín)
Ólafur B. Ferðabátur 31,32
Gunnar Svanberg Skúlason Keppnisbátur 35,08
Hilmar E. Ferðabátur 44,35
Kári Jóns Keppnisbátur 34,38
Ingi Sigurðsson  Ferðabátur 44,53
Egill Þorsteins Ferðabátur 37,47
Bernhard Kristinn Keppnisbátur 34,00
Thorbergur Kjartansson Ferðabátur 36,50
Sveinn Axel Sveinsson Ferðabátur 33,41
Höskuldur Keppnisbátur 49,24
Björg Kjartansdóttir Ferðabátur 1:00,31
Gudrun Jónsdóttir Ferðabátur 54,42

 

Eftir keppni var verðlaunaafhending og grill ásamt hlutaveltu þátttakenda.  Boðið var uppá grillaðar pylsur, kók og PrinsPolo.

Sigurvegari í flokki keppnisbáta var Bernhard Kristinn, og í ferðabátaflokki sigraði Ólafur B. Einarsson. Guðrún Jónsdóttur sigraði í ferðabátaflokki kvenna. 

Allir skemmtu sér vel og enginn fór tómhentur heim. Verðlaunin voru vegleg eins og síðustu ár. Sigurvegarar fengu ýmist vandaða Neopran hanska frá GG Sjósport eða gjafabréf frá Next. Síðan var dregið um aðra vinninga en Nýherji og Canon gáfu glæsilega vatnshelda Canon D30 myndavél auk þess sem allir keppendur fengu Canon linsuklúta. GG Sjósport og Intersport gáfu fullt af flottum gjöfum sem henta ræðurum og öðru útivistarfólki.

Frábær dagur og við þökkum öllum styrktaraðilum og sérstaklega þeim þeim komu og tóku þátt eða til að fylgjst með. Sérstakar þakkir fá Eiríkur Hjartarson og Sævar Helgason fyrir að halda utan um allt saman.