Taran 16 annar af tveim á landinu til sölu.:(

07 nóv 2013 12:48 #16 by Hilmar
Taran 16 enn á söluskrá hjá mér, fyrstur semur, fyrstur fær. :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 okt 2013 11:18 - 03 nóv 2013 20:31 #17 by Hilmar
Taran 16 enn til sölu fast verð 460.000.- stgr.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 okt 2013 09:53 - 11 okt 2013 09:55 #18 by Hilmar
Er enn á lausu :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 20:51 #19 by eymi
Hvad a gripurinn ad kosta?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 sep 2013 13:03 #20 by Guðni Páll
Perla, Nei þetta er minni bátur Taran 16 ekki 18 en frábær bátur sem hentar í allar aðstæður. Frábær græja :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 sep 2013 21:20 #21 by SPerla
Ertu að selja hringfarann???? :ohmy:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 sep 2013 15:09 - 11 sep 2013 15:09 #22 by Guðni Páll
Algjörlega frábær bátur í alla staði. Hann hentar öllum ræðurum vönum sem óvönum. Fær 5 störnur af 5 mögulegum hjá mér.

Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 sep 2013 11:52 #23 by Hilmar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 sep 2013 08:42 - 11 sep 2013 11:50 #24 by Hilmar
Báturinn er enn falur, og ef ykkur vantar að fá upplýsingar um gæði hans spyrjið bara hann Guðna Pál hann réri honum slla síðustu helgi. :silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 ágú 2013 20:43 - 29 ágú 2013 20:19 #25 by Hilmar
Gudni Pall Viktorsson


Ég ætla að segja ykkur örstutt frá reynslu minni af Rockpool Taran bátnum sem ég er að róa umhverfis landið þar sem ég hef fengið margar spurningar varðandi bátinn hvernig hann sé og ýmislegt fleira.

Nú hef ég róið um 750 km. á honum og hef lent nánast í öllum þeim veðrum sem við Kayak fólk lendum í allt frá logni í 15-20 m/s. 2-4 metra öldu, brimi, þungri úthafsöldu, miklu frákasti og straumum, þurft að fara í gegnum 2-4 metra brim með 100 kg bát. Allt þetta á sama bátnum þetta kann að hljóma eins og sölu ræða sem þetta er alls ekki en ég ákvað að skrifa skoðun mína í ljósi þess að fjölmargir hafa sent mér fyrirspurnir um bátinn. Ég ætla að setja þetta upp í svona númera kerfi frá 1-8 til að gera þetta aðeins skilvirkara.1. Báturinn er einstaklega vel hannaður með ferðalög í huga hann er mjög hraður sem er mikill kostur fyrir ferðabát.

2. Þrátt fyrir vera mjög hraður er hann mjög stöðugur og í raun ótrúlegt að svona hraður bátur skuli vera svona stöðugur og hann er ennþá stöðugri full lestaður.

3. Sæti og stýrisbúnaður til mikillar fyrirmyndar. Til að mynda þarftu ekkert að stilla sýrið fyrir hvern og einn það stillir sig sjálft. Góður kostur sérstaklega þegar fólk er að fá að prófa hann.

4. Það kemur manni skemmtilega á óvart hvað hann er lipur og hvað það er mjög auðvelt að snúa honum án stýris. Ef einstaklingurinn er komin á lagið að EDGE eða LEAN (halla) bátnum er stýrið í raun óþarfi.

5. Lestar pláss er alltaf til umræðu þegar kemur að bátum og þessi er sennilega sá besti varðandi það 383 lítrar segir allt sem segja þarf. Hann kemur með þrem hólfum. Tvem að framan og einu að aftan. Daghólf er ekki á honum en sennilega er hægt að fá það með án þess að ég sé viss. En fremsta hólfið kemur með litlu opi sem ég hélt að mynd valda mér vandræðum í byrjun en hefur alls ekki valdið mér veseni ég get geymt hluta af grænlensku árinni minn þar, svo stór er hólfið. Stundum þegar ég er að lesta bátinn held ég að hann sé botnlaus. Fyrir framan mannopið er lítið hólf sem nýtist mér mjög vel á ferð minni þar geymi ég mat, sólarvörn og allt sem ég þarf fyrir daginn í raun mjög henntugt hólf. Svo að lokum er stórt hólf að aftan með stóru opi þar kemst allt ofaní sem á heima í kayakferð og meira en það. Semsagt 383 lítrar sem er ekkert smáræði.

6. Fyrir mig er þetta bátur sem er fyrst og fremst frábær ferðabátur en getur auðveldlega verið bátur í allt hann hefur allt sem þannig bátur þarf hann er 24 kg sem er í meðalagi. Dekklínur og teyjur koma mjög vel út.

7. Fyrir þá veltu þyrstu sem er vissulega mjög mikilvægur þáttur í dag. Og öryggistæki í senn, þá er þetta mjög góður veltubátur hann er lágr að aftan og mjög auðvelt er að velta honum jafnvel þótt hann sé full lestaður og 100 kg. Til að mynda er ég enginn veltu snillingur en tek samt leikandi handveltu á honum á hægri og vinstri.

8. Mjög góður stuðningur fyrir hné og fætur. Það er mjög auðvelt að róa þessum bát 70 km þar sem hann er mjög vel hannaður í mannopi ég á tildæmis mjög auðvelt með að sitja í honum í 40 km án þess að stoppa og fara í land hann fer einstaklega vel með mig og er þetta lang besta sæti sem ég hef sest í.Niðurstaðan

Frábær hraður bátur fyrir alla sem hentar einstaklega vel í ferðir og alhliðar róður.

Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2013 21:23 - 22 jan 2014 09:35 #26 by Hilmar
Til sölu er TARAN 16 splunku nýr, farið 6 sinnum á sjó. Aðeins 2 slíkir á landinu og er þessi annar þeirra. Upplýsingar í síma 867-2973 eða rita mér tölvupóst á hilmp@vis.is eða hafraholt@simnet.is Því miður verð ég að selja bátinn þar sem hann hentar mér ekki vegna fötlunar í mjöðmum(gerfiliðir í báðum) :( Mynd af bát og eiganda hér að neðan.

Báturinn verður til sýnis og prófunar á Reykjaneshitting 5.-8. sept. ef hann verður ekki farinn þá. B)
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum