Er eh að selja Kajak sem hentar stórum ræðurum?

01 maí 2019 10:42 #1 by Hannes
Er með Valley Nordkapp kajak úr trefjaplasti sem er notaður allt of lítið. Ég er sjálfur 190 á hæð og hann passar mér vel.

Nordkappinn þarf vart að kynna. Frábær kajak í alla staði.

Er einnig með Qajak Viking HV. Trefjaplastbátur með stýri. Hentar einnig stórum ræðurum.

s. 825-3505 ef þú hefur áhuga.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2019 11:18 #2 by gunnarsvanberg
Sæll Torfi.

Ég er með Epic báta sem henta stórum ræðurum.
Ef þú vilt lokaðan bát þá getur þú séð Epic 18X bátinn sem Tobbi er með. Stöðugri útgáfa af þeim bát er X18 Sport.

Svo eru surfskíðin að henta fólki í öllum stærðum...bæði börnum og fullorðnum.
Edwin ræðari í Kayakhöllinni er að róa Epic V5 og V7. Edwin er 198cm. á hæð.
Epic V8 er aðeins stærri (líka dýrari en V5 og V7). 
Óli Íslandsmeistari er á Epic V8. Óli er rúmlega 190cm. 

Annars eru hér umsagnir og spec. sem þú getur skoðað:
paddling.com/gear/epic-kayaks-v5-surfski-kayak/
  paddling.com/gear/epic-kayaks-18x-kayak/

Ef þessi ákv. ræðari vill koma og skoða eða bara spyrjast nánar fyrir þá er númerið mitt: 8616000.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2019 22:15 #3 by torfih
Er enn að leita að góðum bát fyrir stóra ræðara, einhver?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2018 21:42 - 05 ágú 2018 21:44 #4 by SAS
NDK Romany Surf. Hvítur botn og rauður að ofan. Mjög lítið notaður, keyptur nýr liklega árið 2012. Romany er einn skemmtilegasti kayakinn sem hefur verið hannaður, hentar í allar aðstæður, en ekki sá hraðasti.

Upplýsingar framleiðanda.
www.seakayakinguk.com/sea-kayak-range/romany-surf

Uppl. i síma 6607002
Kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2018 17:29 #5 by Kiddi Einars
Ég er með einn til sölu. NDK Explorer HV.
Hér er umsögn um hann.

paddling.com/gear/nigel-dennis-kayaks-lt...rer-hv-kayak/444567/

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 ágú 2018 16:03 #6 by torfih
Er að leita að kajak sem hentar vönum ræðurum sem eru allt að 190sm og kraftalega vaxnir.
Er einhver að flytja inn góða báta eða selja notað?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum