Lettmann Eski sjókayak - frábær fyrir byrjendur

22 jún 2015 18:10 - 28 ágú 2015 15:58 #1 by Bjorg
Til sölu Lettmann Eski sjókayak. Þetta er frábær bátur í alla staði, klettstöðugur, stefnufastur, snar í snúningum og mér hefur reynst nokkuð auðvelt að ná upp hraða á honum. Alltaf verið örugg á honum og reynst vel í öllum aðstæðum en þar sem ég ætla einbeita mér að róðri á surfskíðinu mínu vil ég að selja kayakinn. Með bátnum fylgir svunta og Lettmann ár. Lengd bátsins er 5.3 metrar. Hér má finna nánari upplýsingar um bátinn á heimasíðu framleiðanda. lettmann.de/produkte/boote/seekajak-einer/item/eski-530.
Verð fyrir bát, svuntu og ár samtals 180.000 kr.
Björg - gsm 821 2514

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum