Kajaksmíði

31 des 2014 10:29 #1 by Þormar
Replied by Þormar on topic Kajaksmíði
Væri gaman ef þú gætir leyft okkur að fylgjast smá með smíðinni, hent inn einni og einni mynd?
Við feðganir smíðuðum seinni parts sumars S&G frá CLC í USA, Þetta er 8 feta Wood Duck og kom allur efniviður með.
Sjá mynda safn hér, plus.google.com/photos/11681974286444045.../6097836134967434145
Nú er stefnan að smíða annan fyrir mig og er ég að horfa á Shearwater Hybird 16f frá sama framleiðanda og reikna með að taka allan efnivið í einu kitti, það er hægt að panta bara teikningar en mér líst ekkert á efnið hér heima , það litla sem til er.

Spurning ef einhver viti hvort verið sé að selja Epoxy efni hér heima sem hentar í þetta? Það er mjög dýrt að lát senda slík efni þar sem þaug þurfa sérstaka pökkun og sendast sér

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 okt 2014 15:36 - 26 okt 2014 00:48 #2 by Kiddihaf
Replied by Kiddihaf on topic Kajaksmíði
Ég er kominn af stað með Point Bennett bát sem ég fann á netinu. . Allavega einn hérna á Ísl. sem er búinn að smíða sér svona bát.

Renn soldið blint í sjóinn með þetta, fannst hann flottur en spurning hvort hann henti byrjendum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 okt 2014 21:07 #3 by Gummi
Replied by Gummi on topic Kajaksmíði
Þegar við vorum að smíða kænur á aðrum áður þá var notaður maghony krossviður sem hafði verið límdur saman með lími sem þoldi vatn. Ég efst um að þú fáir svona í byko eða húsasmiðjuni en þú gætir hringt í staði eins og Björnin eða einhvern hurðasmið. Þessir hurðasmiðir eru alltaf að smíða einhvað fallegt úr vatnslímdum krossviði.

Kv. Gummi J.
The following user(s) said Thank You: Kiddihaf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 okt 2014 18:43 - 18 okt 2014 18:44 #4 by Ingi
Replied by Ingi on topic Kajaksmíði
Stich and glue var mikið notað fyrir nokkrum árum. það eru til ágætis leiðbeinginar á netinu og kayakblöð voru með leiðbeiningar og teikningar.
Ég smiðaði einn svona 1998 og hafði gaman að. það fóru ca 75-80 klst í þetta ef ég man rétt. Vatnsheldur krossviður og slatti af epoxy. Hefill og sög, borvél og sandpappír osfrv...

kv.
Ingi
The following user(s) said Thank You: Kiddihaf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

16 okt 2014 09:08 #5 by Kiddihaf
Replied by Kiddihaf on topic Kajaksmíði
Takk SAS, skoða þetta.

Ég er reyndar að kominn á það að nota Krossvið. Stich and glue aðferðina.

Þarf ekki sérstakan Krossvið ætlaðan bátum? Og hvar fær maður svoleiðis.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2014 21:29 #6 by SAS
Replied by SAS on topic Kajaksmíði
Sæll
Hefur þú skoðað Black Pearl? Einstaklega fallegur kayak, sem er sniðinn að stærð, ummáli og þyngd ræðara

www.thomassondesign.com/en/catalog/order/cart

kv
The following user(s) said Thank You: Kiddihaf

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 okt 2014 13:15 #7 by Kiddihaf
Kajaksmíði was created by Kiddihaf
Mig langar til að smíða mér Kajak úr trefjaplasti. Hefur einhver hérna gert þetta?

Eru til mót sem hægt er að lána/leigja og hvar er best að kaupa trefjaplastið?

Öll ráð og ábendingar vel þegin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum