Félagsróður 12.júní 2014

13 jún 2014 13:08 #1 by Bergþór
Alveg ljómandi kvöldstund með busli og sulli. Það leika það fáir eftir sem Lárus gerir að draga alla í þrautakóng og allskonar "æfingar". Súkkulaði-Daníel á þakkir skyldar fyrir höfðingsskapinn. Bestu þakkir.
Að öðru leiti vísast í skilmerkilega lýsingu Guðmundar.

Þakka góða samveru.
Bergþór

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 jún 2014 23:29 #2 by Gummi
Replied by Gummi on topic Félagsróður 12.júní 2014
Þetta reyndist hinn skemmtilegasti róður sem endaði í ekkert rosalega mörgum kílómetrum en þó gríðargóðri stemmingu.
Fyrst var Lárus með þrautakóng með landinu og út í Viðey.
Það var tekið kaffistopp í austur-enda Viðeyjar, þar sem Daníel útdeildi súkkulaði af mörgum tegundum til allra þeirra sem það vildu þyggja. Frábært fammtak hjá Daníel sem verður lengi munað. Nú er bara eitt ár í næstu súkkulaðiúhlutun hjá karlinum. (Takk fyrir mig)
Á leiðini í land tóku við veltu og björgunaræfingar sem all-flestir tóku þátt í.

Við þessi sem höfum ekki mikin áhuga á fótbolta áttuðum okkur á því að það er víst einhvað alþjóðlegt stórmót í gangi núna og því mættu einhvað voða fáir auk þess sem fólk er byrjað að fara í sumarfrí.
Annars var þetta þéttur og fínn hópur ræðara af öllum skalanum frá algerum byrjendum upp í saltstorkna sæhunda og allt þar á milli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 jún 2014 07:32 #3 by Guðni Páll
Klúbburinn á 5 báta sem standa félagsmönnum til boða, eitthvað er til að búnaði en þó ekki þurrgallar en stakkar og buxur eru nóg til að byrja með. En um að gera að draga hana með.

kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

10 jún 2014 23:45 #4 by Hroki
Hverning verður þetta á fimmtudaginn, þið eruð með báta sem hægt er að fá lánaða er það ekki. En hvernig er með gallamál hjá ykkur? Er að spá það ef konunni minni langar að koma á fimmtudaginn, hvort það væri hægt að lána henni enhvern galla, blaut eða þurrbúning? Hún er frekar óvön í þessu sporti.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum