Ferðasumarið

08 júl 2014 22:27 #1 by SPerla
Replied by SPerla on topic Ferðasumarið
Örlygur, þurftirðu BARA að skila læknisvottorði.........ég hefði nú haldið að skila yrði inn hreinu sakavottorði líka! ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 júl 2014 00:52 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Ferðasumarið
...þetta var miklu strangara hérna áður fyrr. Árið 2002 ætlaði ég í skipulagða ferð með klúbbnum og þurfti að skila skattframtali fyrir árin 1999-2001. Auk læknisvottorða og vottorða um að læknarnir hefðu skilað framtali líka. Þannig að ég er feginn að þetta er allt frjálsara í sniðum í dag.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 júl 2014 21:48 #3 by Gummi
Replied by Gummi on topic Ferðasumarið
Við róðrarfélagarnir vorum að ræða þessi mál áðan í tilefni af ferðini á Langasjó.
Einhvað af fólki hefur óskað eftir skráningu sem hvorki hefur látið sjá sig í félagsróðrum sumarsins né léttari ferðum á vegum klúbbsins. Léttari ferðir eru ferðir þar sem ein eða tvær árar eru gefnar upp til viðmiðunar.
Ferðin á Langasjó er gráðuð þrjár árar, enda geta veður breyst þarna snögglega til hins verra auk þess að staðurinn er fjarri mannabyggðum og fjarskiptasamband stopult.
Ég vil því benda fólki á að ef það mætir hvorki í félagsróðra né léttari róðra á vegum klúbbsins, þá er eina leiðin til að sanna getu sína sú að mæta í félagsróðra og skipulagða dagskrá á vegum klúbbsins.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 maí 2014 21:14 #4 by Grímur
Replied by Grímur on topic Ferðasumarið
Ég hef verið að fara í þessar ferðir síðustu 13 ár og tek heilshugar undir með síðustu færslum. Það koma alltaf upp nýar breytilegar aðstæður að takast á við sem maður sér ekki fyrir. Ég vil t.d. minnast að á síðasta leggnum í náttstað á Langasjó þá hafi maður geta greint á raddblænum að sumir voru ekki alveg rólegir yfir að heyra vel í útfallinu en rétt sjá í næsta mann vegna þoku en ef til vill var það bara háfjallaloftið, nálægðin við jökulinn og fjarlægðin frá öllu öðru.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2014 23:12 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Ferðasumarið
Og þar sem ég er einn af fararstjórunum í komandi ferðum þá stendur til f minni hálfu að mæta vel á æfingar í sumar og fylgjast með þeim sem ætla með á Langasjó. Ég mun þegar þar að kemur óska eftir að fólk skrái sig og tilgreini hvað búið sé að róa á árinu og einnig á hvaða bát sé ætlunin að mæta á. Klúbbbátarnir eru ekki á lista yfir þá báta sem fá að fara með í ferðina.

Verið því dugleg að mæta á fimmtudögum og ððrum dögum og munið eftir að skrá róðurinn annað hvort í eigin loggbók eða þá sem stendur öllum til boða að skrá sig í á Geldinganesinu.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 maí 2014 21:59 #6 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Ferðasumarið
Þetta er vel ritaður pistill hjá Lárusi. Ég hvet ég alla stunda æfingar og félagsróðra í sumar af krafti.
Einnig styttist í Öryggis daginn okkar þar sem farið verður yfir hin ýmis atriði. Endilega kynnið ykkur þennan dag.

kayakklubburinn.is/index.php/61-frir/dag...oeryggis-dagur-a-sjo

Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 maí 2014 22:47 #7 by Larus
Ferðasumarið was created by Larus
Að aflokinni ferð dagsins sem var mjög fin og skemmtileg er rétt að minna félagsmenn á komandi ferðir og félagsróðra sem eru góður og nauðsynlegur undirbúningur fyrir tjaldferðir sumarsins.
Langasjó og Breiðafjörð sem báðar eru skilgreindar erfiðlikastig 3, og kalla þvi á að færni þátttakenda sé i samræmi við þær kröfur,
Bæði svæðin eru þannig að veður og aðstæður geta breyst á skömmum tima og þvi þurfa þátttakendur að geta tekist á við erfiðar aðstæður ef svo ber undir.
Þessar ferðir krefjast góðs undirbúnings bæði tæknilega og líkamlega og henta því alls ekki nýliðum og einnig er nauðsynlegt að búnaður, klæðnaður og bátar henti aðstæðum.

Þeir sem hyggja á þáttöku í tjaldferðum þurfa að vera í góðu formi eða nokkuð vanir ræðarar nú þegar og hyggilegt er að nota tímann vel til æfinga i sumar, félagsróðrar eru góður vettvangur til æfinga hvort heldur róðrar eða tækni ýmisskonar.
Fyrir fararstjóra ferðanna er nauðsynlegt að þekkja getu þáttakenda og þau kynni skapast með þáttöku í starfi klúbbsins.


Erfiðleikastig 3
Ferðir þar sem þvera þarf firði eða róa um svæði þar sem langar vegalengdir eru milli landtökustaða.

Lágmarkskröfur um hæfni: Að þátttakendur hafi æft félagabjörgun, séu byrjaðir að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geti róið 20 - 30 km á dag

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum