Öryggis dagur á sjó

30 maí 2014 22:49 #1 by Gummi
Replied by Gummi on topic Öryggis dagur á sjó
Nei Sævar þarna eru menn að æfa að vera í lest eins og í leikskólanum og eins og fyrr hefur komið fram þá hengslast Lárus orðið um allt með þennan dall á herðunum við tækniæfingar.
Að öllu gríni slepptu þá var bara verið að leika sér smá þarna til að hrista hópinn saman. Einhvað sem mætti gjarna gera oftar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2014 22:03 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Öryggis dagur á sjó
Svona er þetta þá.
Ég hélt fyrst að einhver hafi leyst vind og það væri verið að kanna málið :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2014 21:17 - 30 maí 2014 21:23 #3 by Össur I
Replied by Össur I on topic Öryggis dagur á sjó
og þetta svínvirkar, nema fyrir Lárus hann getur ekki beygt sig kallinn enda alltaf með þennan gula seayak á herðunum eins og límdur væri.

Takk fyrir daginn


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2014 17:56 - 30 maí 2014 17:59 #4 by Andri
Replied by Andri on topic Öryggis dagur á sjó
Þarna er verið að kenna rétt viðbrögð ef farið er of nálægt kríuvarpi, þ.e halda hópinn og passa að ófétin goggi mann ekki í hausinn :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2014 16:26 - 30 maí 2014 16:34 #5 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Öryggis dagur á sjó
Þetta hefur verið fjölmenn öryggissamkoma hjá Kayakklúbbnum. Ekki varð af því að ég mætti og rifjaði helstu atriðin í varúðarmálunum.
En ég var að skoða myndirnar hans Jónasar og sá þar margt kunnuglegt en annað kom ókunnuglega fyrir sjónir og eru kannski þarflegar nýjungar

Og það er á þessari mynd sem ég er alveg blankur fyrir björgunaratriðinu. - samt er nokkuð ljóst að einn maður getur tæpast stundað svona fjölbjörgun.
Er einhver sem vill skýra þetta atriði .
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2014 13:25 #6 by Hroki
Replied by Hroki on topic Öryggis dagur á sjó
Við Vigfús þökkum kærlega fyrir okkur. Þetta var mjög gaman og gagnlegt fyrir okkur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2014 11:36 #7 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Öryggis dagur á sjó
Hárrétt hjá Perlu við frekari athugun kom í ljós að heildar fjöldi var 43 ræðarar. Sem er frábært.

Kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2014 11:12 #8 by SPerla
Replied by SPerla on topic Öryggis dagur á sjó
Frábærar myndir :) Smá leiðrétting frá færslu meistara Guðna, vorum aðeins fleiri en 36 þar sem einhverjir misstu af myndatöku sökum bátastúss ;)

Takk fyrir daginn,

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 maí 2014 10:18 - 30 maí 2014 10:19 #9 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Öryggis dagur á sjó
Öryggis dagurinn var haldin í gær, 36 ræðarar af öllum getu stigum mættu og tóku þátt. Farið var yfir helstu grunn atriði fyrir sumarið og gekk vel. Mikill áhugi hefur verið á þessum viðburðum hjá Kayakklúbbnum og kemur þetta vel fyrir hjá fólki. En ég þakka fyrir góða aðstoð við undirbúning og kennslu í gær.

Jónas myndasmiður Kayakklúbbsins tók nokkrar magnaðar myndir í gær og þökkum við honum fyrir það.
plus.google.com/u/0/photos/+J%C3%B3nasGu.../6019036239691134097


kv Guðni Páll

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2014 13:54 - 29 maí 2014 13:55 #10 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Öryggis dagur á sjó
Ég vona sérstaklega að margir mæti, sem eru ekki vel slípaðir í grunnatriðum vegna öryggis.
Í öryggisstefnu klúbbsins fyrir félagsróðra segir:
" Klúbburinn boðar að haldin verði ein formleg björgunar­æfing á hvorri önn, með tilkynningu á vefnum og kynningu. Þessum æfingum verður sérstaklega beint að nýliðum sem ekki hafa æft sjóbjörgun og þeir hvattir til að prófa, í því skyni að verða betur í stakk búnir að stunda félagsróðrana. "

Auðvitað er alltaf verið að taka óformalegar æfingar í félagsróðrum, en sumir taka ekki þátt en langar svo með í sumarferðirnar. Þá kann að vera að þeir uppfylli strangt séð ekki grunnkröfur um þátttöku vegna öryggis.

Þið sem þetta á við um: MÆTIÐ Í KVÖLD.
Hinir sem eru með færnina í lagi koma þá bæði til að rifja upp og til að aðstoða og segja öðrum til

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 maí 2014 12:45 #11 by totimatt
Replied by totimatt on topic Öryggis dagur á sjó
Við Jóna ætlum líka að líta við, Þórólfur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2014 20:12 #12 by elfarrafn
Replied by elfarrafn on topic Öryggis dagur á sjó
Ég og Magnús Sveins mætum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2014 12:44 #13 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Öryggis dagur á sjó
Unnur mætir.
Við komum með Prijon til að lána henni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 maí 2014 08:07 #14 by Guðni Páll
Replied by Guðni Páll on topic Öryggis dagur á sjó
Auðvitað er Gísli velkominn :) eins og allir aðrir.

kv Gp

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2014 23:13 #15 by gsk
Replied by gsk on topic Öryggis dagur á sjó
Það er spurning hvort ég megi mæta ?

GSK

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum