Tryggingar í ferðum

13 maí 2014 09:41 #1 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Trygginar í ferðum
Ég man ad ég keypti sérstaka tryggingu í fyrsta skipti sem ég fór til útlanda til ad sigla.

Tek undir med Skúla ad thad er margt skrýtid í thessu tryggingadæmi og skilmálarnir oft byggdir á vanthekkingu.

Nærtækt dæmi fyrir mig er straumkajakmennskan. Thar er stadal öryggisbúnadur hjálmur, vesti og kastlína. Thar fyrir utan eru margir med hníf, karabínur, pulley, prusik o.s.frv.

Thar fyrir utan vil ég meina ad um útreiknada áhættu sé ad ræda hér (calculated risk) - allavega hjá okkur sem höfum verid lengi í sportinu.

Kv, Jói

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 22:38 #2 by skulihs
Replied by skulihs on topic Trygginar í ferðum
Veit að Ísalparar fóru svolítið í gegnum þessi tryggingamál einmitt þar sem þeirra sport er undanþegið, þ.e. fjallaklifur. Ef ég hef skilið þá umræðu rétt gekk þeim ekkert að íslensk tryggingafélög til að selja sér tryggingar, en eitthvað er um að menn hafi keypt í Bretlandi sérstakar tryggingar fyrir einstaka leiðangra. Skal ekki fullyrða um að sama gildi um kayaksportið, hugsanlega líta félögin öðrum augum á það.

Annars er svolítið merkilegt hvernig greint er á milli fjallaklifurs og fjallgöngu. Það er að ef það er notuð lína og belti er það fjallaklifur, annars flokkast það sem fjallganga og tryggingin gildir. Það þýðir að ef þú ert með öryggisbúnað til að draga úr hættu ertu ótryggður, en fjallganga þar sem því er sleppt er tryggð. Getur komið sérkennilega út þegar gengið er á jökla.

Kv - Skúli

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

12 maí 2014 18:42 - 18 maí 2014 12:33 #3 by Ingi
Tryggingar í ferðum was created by Ingi
Sæl
Eftirfarandi tilkynning kom í netbankann hjá mér: Ágætt að hafa í huga þegar fólk ætlar sér að ferðast og gera eitthvað af því sem upp er talið. Semsagt: Við verðum að tryggja okkur sérstaklega fyrir þessu sem talið er upp.

Einfaldari og aðgengilegri kortaskilmálar Íslandsbanka


Þann 1. maí tóku gildi nýir skilmálar fyrir ferðavernd kreditkorta Íslandsbanka, framvegis verða sameinaðir skilmálar fyrir öll kort en áður voru þeir aðskildir fyrir hvert kort.

Markmið breytinganna er að skilmálarnir verði einfaldari og aðgengilegri fyrir korthafa, auk þess að samræma og einfalda orðalag.

Fremst í skilmálunum er núna tafla yfir þá vernd sem hvert kort innifelur, vátryggingafjárhæðir og eigin áhættur.

Efnislegar breytingar eru litlar, enda markmiðið ekki að breyta bótasviði skilmálanna heldur eingöngu að einfalda og samræma. Helsta breytingin er að orðalag hefur verið uppfært til samræmis við það sem almennt er notað í öðrum skilmálum til að skilgreina hvaða áhættuathafnir falla ekki undir slysatryggingu:

„Tjón sem beint eða óbeint leiðir af hvers konar fjallaklifri, bjargsigi, fallhlífarstökki, loftbelgjaflugi, teygjustökki, svifdrekaflugi, svifflugi, kajakferðum, siglingum á bátum sem róið er niður straumharðar ár og fljót, froskköfun eða öðrum athöfnum neðansjávar eða neðanjarðar, kappreiðum og/eða athöfnum sem eru sambærilegar og eðlisskyldar öllu framantöldu.“

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum