Þingvallavatn, róið innan Þjóðgarðs.

06 apr 2014 21:42 #16 by Orsi
Algerlega sammála Þóru. Mjög vel orðað. Ég stefni á þátttöku og staðfesti þegar líða fer á vekuna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2014 21:17 #17 by Þóra
Það þarf e-ð stórkostlegt að vera fyrir til að mæta ekki í þennan spennandi róður hjá Einari Sveini. Kippi formanninum með. Vona bara að það verði ekki búið að setja upp rukkunarhlið, hvað veit maður!
Myndavél tékk
Kakó tékk
Sól í hjarta tékk
Eitt stk kayak tékk

Lifi óheftur aðgangur að landinu okkar :)

Kveðja Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2014 19:52 - 06 apr 2014 21:04 #18 by Einar Sveinn
Þingvallavatn, róið innan Þjóðgarðs.
Næsta laugardag, 12. apríl ætlum við að fara á Þingvöll. Við ætlum að mæta á Þingvelli kl.9.30 við enda Vallhallarstígar (sjá kort). Áætlað er að leggja af stað kl 10:00. Róum meðfram sumarhúsalóðunum að Nestá, þverum þá vatnið yfir að Arnarfelli, róum meðfram því og tökum kaffi stopp. Róum svo undir tjaldstæðunum og endum á að fara upp í Silfrulón og um gjárnar upp í Silfru sjálfa. Þá höldum við aftur út í vatnið og höldum að bílunum.
Þetta er tilvalin róður til að koma sér á stað eftir vetrarfrí og hentar líka vetrarhetjunum okkar  Þetta er ekki mikil átakaróður heldur náttúruskoðun eins og hún gerist best. Þingvallasvæðið er stórbrotið og skemmtilegt til róðrar, Þingvallavatn sjálft er eitt mesta undur. Gjárnar eru afar skemmtilegar og tærar og sér maður niður á botn en þær eru um 30 metra djúpar en sums staðar bara 40 cm.
Hér er ein af mínum frægustu myndum sem ég tók í einni ferð. Þessi mynd ber nafnið Silfra og er tekin í Silfrulóni á leið í Silfru.
Þessi ferð er einnar árar ferð og ætluð öllum ræðurum. Róðraleið u.þ.b 16 km.
Skráning í þessa ferð er hjá Einar Sveini 659-8196 eða esm hja pfaff.is
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum