Golþorskur við Geldinganes

03 apr 2014 16:16 - 03 apr 2014 16:17 #1 by Sævar H.
Nú er Palli orðinn kayak fiskimaður góður. Allt samkvæmt fornum fiskimannafræðum. Og miðin eru góð. Mest um vert að færið nái til botns og 2-3 önglar með litsterku plastádragi fyrir ofan . Svo er bara að veifa þessu framan í fiskinn og yfirleytt stenst hann ekki lengi svoleiðis ögrun og gleypir þetta sæll og glaður- um sinn. .

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 apr 2014 13:54 #2 by palli
Replied by palli on topic Golþorskur við Geldinganes
Ég tók nokkra þorska, þar með talinn þennan stóra, á milli Helguhóls í Geldinganesi og Lundeyjar. Beina stefnu þarna á milli ca 100-150 m frá Helguhól.

Beitan var bara það sem var á færinu þegar ég keypti það (minnir að það hafi verið í Ellingsen). Þetta eru nokkrir önglar, sumir með áfastri lítilli málmplötu og aðrir með gúmmílufsu. Ekki merkilegra en það. Þung sökka á endanum til að koma þessu vel niður á botn þótt mann sé að reka. Einn í hópnum var bara með spún og enga sökku og hann kom því aldrei niður á botn því okkur rak talsvert í golunni. Hann varð líka einskis var.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2014 21:00 #3 by Ibbsen@hotmail.com
Hæ hæ

Mætti ég spyrja hvar þið eruð að setja út og hvaða beitu þið eruð að nota ?

:)

Kv ívar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2014 22:12 - 01 apr 2014 10:27 #4 by Sævar H.
Flott veiðisaga hjá Gumma.

En það er ekkert lát á þessum risaþorskum.
Fór á sjó í dag og setti strax í risaþorsk og síðan þrjá í röð sem slitu færið. Þá setti ég þrefaldan styrk á línuna og þá áttu þeir enga undankomuleið og fyrir einn mann að koma þessum ferlíkjum um borð var það aðferðin að koma báðum höndum inn í tálknin og drösla dýrinu með króknum í sér um borð .
Síðan tók við að slógdraga þetta hrogna og lifrar bólgið með útblásinn kviðinn.
Ég hef aldrei lent í öðru eins - þvílikir boltar

Mynd: afli dagsins
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 mar 2014 20:08 #5 by Gummi
Replied by Gummi on topic Golþorskur við Geldinganes
Í tilefni af myndum og öðrum veiðisögum þá kemur ein hérna alveg splúnkuný frá því um helgi og er þetta tekið frá mág mínum sem stundar veiðar á smábát.

Þetta segir manni að koma sér út að veiða næstu daga því nóg virðist vera af þorsk hér við borgarmörkin.

Jæja og haldið ykkur nú. Í dag setti ég í stærsta þorks sem ég hef á ævinni séð. Já og ég sá hann ekki bara, ég setti gogg í hann og reyndi árangurslaust að ná honum inn fyrir borðið. Það var laust í honum þannig að ég varð að taka hann inn. Það sem verra var að það var annar fyrir neðan hann og sá ekki af minni gerðinni sem togaði alltaf á móti mér hvað sem ég reyndi, það sem kann að hafa valdið máttleysi mínu var að ég var búinn að fiska rúm tvö tonn þegar kvekvendið birtist. Nú voru góð ráð dýr, ég tosaði í tauminn eins og ég gat, tók haka og tróð ofan í ginið á honum, fastur á öllum fjórum. Tók hakann út fyrir rúllurnar og dró skepnuna aftur fyrir bátinn. Nú er rétt fyrir þá sem eru spenntir að loka augunum, ég klofaði yfir rekkverkið, fór út á röradraslið sem er yfir drifinu, það kom einhver smá veltingur og gamli lenti klofvega á rörið báðar lappir á bólakaf, en ég sleppti ekki tröllinu, tókst að tosa hausinn á skepnunni upp á rörin en lengra komst þetta ekki. Gat teigt mig í spotta sem ég reyndi að troða ofan í fiskinn sem ekki var auðvelt, því þar var haki fyrir og það sem gerði málið enn erfiðara var að hann var ( já var ) um þriggja metra langur.
Við það að bisast með bandið, missti ég hakann, hann dró tröllið frá mér og ég sá hann líða hægt frá mér í hafið. Já fiskurinn var stærri en ég, sem þýðir að hann var vel á annan meter, og miðað við þær beljur sem voru að fara í körin, þá var hann ekki undir 50 kílóum og þó nær 60. Í eitt skiptið sem mér tókst að draga hausinn á honum í átt að mér, þá dró fyrir sólu, ég segi það satt. Hvað stendur upp úr eftir daginn. Einn drullufúll yfir því að hafa misst þennan fisk, en gleymir að gleðjast yfir því að hafa fengið á milli 2.5-2.7 tonn.
Ég ætla að gleðjast, ekki bara yfir aflanum, heldur yfir því að á botninum úti fyrir Valhúsabauju er níðstöng, þriggja metra löng og hún stendur beint upp í loftið og á endanum er sá stærsti þorskur sem sennilegast hefur veiðst við Íslandsstrendur frá landnámi.
Þeir vinir mínir sem eru á netum mega færa mér hakann þegar hann kemur um borð. Góðar stundir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2014 21:49 - 30 mar 2014 21:58 #6 by Sævar H.
Þetta er að ganga núna inn í Faxaflóann til að hrygna
Hér er mynd af einum
Það hefur verið verðugt verkefni hjá Palla að koma þessu flykki í land
Gaman að þessu

Og svo getur þetta verið svona bland
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2014 21:24 #7 by Andri
Replied by Andri on topic Golþorskur við Geldinganes
Vááá
Ég byrjaði á að kíkja á dagatalið þegar ég sá þessa mynd.
Það var eins og ég hélt, 1.apríl er ekki alveg strax.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 mar 2014 21:00 #8 by palli
Fór út með færið í gær og veiddi þennan fína þorsk við Geldinganesið. Hvað segja veiðimenn hér - má maður eiga oft von á svona flykkjum ? Hann var 13.5kg eftir að það var búið að slægja hann. Þessi fína máltíð fyrir margar fjölskyldur :) Holdið samt talsvert grófara en í þessum týpíska úr fiskbúðinni ...

Attachments:
The following user(s) said Thank You: SAS

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum