Keppni í sjókayakfærni

25 sep 2013 22:29 #1 by Þóra
Hundfúl yfir því að keppnin hafi ekki farið fram, ekki síst fyrir hönd þeirra sem lögðu á sig að skipuleggja og snúast í kringum keppnina.

Ég hef nú á tilfinningunni að stutt sé í keppnisskapið hjá mörgum félögum mínum svo ekki sé minnst á "montsýniþörfina", hver hefur ekki gaman og gott af smá klappi og hrósi fyrir það sem við getum :)

Svo er þetta bara svo gaman....

Bestu kveðjur Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 sep 2013 22:04 #2 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Keppni í sjókayakfærni
Keppnin í fyrra var mjög skemmtileg, og rataði m.a. inn á MBL

Það lag að rifja upp athugasemdirnar sem má finna hér á spjallinu eftir keppnina í fyrra.

"Þetta var frábærlega heppnað og virkilega gaman að þessu. Nokkuð ljóst að þetta á eftir að verða vísir að árlegum gæðaviðburði kúbbsins. Húrra öll sömul. Góð mæting á áhorfendabakkann líka, gleymum ekki því."

"Það var mjög gaman að taka þátt í þessum degi, þetta er keppni sem er vonandi komin til að vera."

"Þakka fyrir mig þetta var bara mjög skemmtilegt og gaman að breyta aðeins til í þessum keppnum"

"jamm drulluskemmtilegt"

"Flott framtak, þatta var mjög gaman"

"Frábær dagur."

"Finnst það djöfullegt að hafa misst af þessu"

"Drulluskemmtilegt og skítugt"


Spurning hvort þessi keppni hafi ekki verið haldin með of stuttum fyrirvara?
Halda keppnina í ágúst?
Vera með svipaða eða aðra keppni í sundlauginni?


Þykir amk leitt að ekki mættu fleiri, hafði mjög gaman að þessari keppni í fyrra. Hvet keppnisnefnd að halda áfram með þessa keppni og reyna aftur

kv

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2013 19:17 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Keppni í sjókayakfærni
Varðandi þessa færnikeppni. Ein spurning. Væri hægt að splæsa henni við nokkra félagsróðra? Þrautirnar væru þá partur af félagsróðri og allir gætu spreytt sig. Ég segi fyrir mig að það er alltaf gaman að sjá hvað hægt er að gera á kayak og þegar maður sér hvað það virðist auðvelt hættir manni til að fara og prófa sjálfur. Allir græða á því og til gamans gert auðvitað. Annars er ég sammála GHF...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2013 17:16 - 21 sep 2013 17:19 #4 by Gíslihf
Já - ég var að byrja þessa umræðu. Keppnir eru almennt ekki áhugaverðar fyrir fólk sem er komið til þroska - og það er svolítið neyðarlegt að vera með þessar keppnir bara til að þóknast íþróttahreyfingunni.

Það er hægt að fá stráka á aldrinum 7 til 17 ára til að vera á yfirsnúningi og leggja fáránlega mikið á sig í keppni, en ég hef stöðugt minna gaman af því eftir því sem fleiri af barnabörnunum eru að komast á þennan keppnisaldur.

Þeir sem eru komnir yfir fertugt (eins og ég :) ) og gera sér grein fyrir að þeir eru ekki síðasta kynslóð mannkyns ættu aftur á móti að njóta þess að hjálpa yngra fólki af stað og þá er keppni góð aðferð.

Ég vex þó ekki upp úr því að hafa gaman af að leika mér og ég er til í að keppa við sjálfan mig. Að róa afturábak milli bauja með félögunum, stökkva fram af Fjósaklettum, jafnvel róa í reiptogi við yngir félaga getur verið krydd í daglega lífið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2013 13:58 - 21 sep 2013 13:59 #5 by Össur I
Vegna dræmrar skráningar og áhugaleysis manna í fyrirhugðari tæknikeppni var hún blásin af í morgun. Leiðinda staðreynd en svona fór sjóferð sú. Betur má ef dugar skal. Við í keppnisnefnd settum okkur sem lámark að við fengjum átta keppendur og náðum ekki að fylla það hólf. Það væri fínt að fá smá umræðu um það hér hvort mönnum finnist þessi keppni ekki spennandi, en ég man ekki betur en í fyrra hafi verið almenn ánægja með hana í alla staði. Hvað finnst ykkur ? Eigum við að hafa hana í sundlauginni? Breytir einhverju ef hún er við gámana í Geldingarnesi. Eða er þetta bara ekkert spennandi? Það er nefnilega þannig að það krefst undirbúnings og vinnu að standa fyrir þessu og þá er lámark að það sé meiri þáttaka en þarna stefndi í. :(
Í staðin var róinn hefðbundinn félagsróður með Lárus G fremsta í flokki sem var vel.

Keppnisnefnd :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 sep 2013 12:16 #6 by Gíslihf
Ég mætti niðri við bátabryggjurnar kl. 10:30 til að kíkja svona á miðja keppni en þar var friður og ró og enga markeipa-nörda að sjá. Ætlun mín var að koma sem minnst undir bert loft eftir að hafa legið í pest undanfarið. Málið skýrðist svo þegar heim kom og ég leit á Korkinn.

"Hvað er að gerast", spyr Lárus, sem venjulega hefur ekki mörg orð um hlutina.
Svarið liggur á borðinu. Klúbburinn okkar er ekki marga félaga á "keppnisaldri". Staðreyndin er að um síðustu helgi sóttu fjórir tugir félaga óformlegt námskeið í undirstöðuatriðum róðrar og öryggi á sjó og ég tel að það sé jafnvel grundvöllur fyrir fleiri slíkum viðburðum, ef tilboðum er beint til þeirra sem hafa litla færni eða langar til að ná lengra.

Teikningin af keppnisbrautinn vakti áhuga minn, ef ég skil hann rétt var ætlunin að nota litljar baujur. Í BCU þjálfun fyrir kennara í róðri, eru slíkar baujur einmitt mikið notaðar til kennslu og þjálfunar. Þær gera alla tímatöku betur viðráðanlega og opna möguleikann á vel skilgreindum æfingum til að auka færni og kunnáttu. Síðan er hægt að keppa í sömu æfingum eða þrautum, þegar nógu margir hafa kynnst þeim.

Ég sé fyrir mér að við getum notað þessar hugmyndir við kennslu og leik ef aðstaðan er fyrir hendi.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 22:26 #7 by Larus
Replied by Larus on topic Re: Keppni í sjókayakfærni
Fimm í fullorðins flokki skráðir, einn að reikna. Og einn i ungliða flokki,
Ekki næg þáttaka skv textanum.

Hvað er að gerast ?

Þessi hópur nær varla að setja upp braut á klukkutimanum sem settur er i verkið ef hraðinn á því verður svipaður og í fyrra.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 21:58 #8 by gsk
Replied by gsk on topic Re: Keppni í sjókayakfærni
Því miður verð ég að draga mig út úr bæði unirbúningi og keppni.

Kv.,
Gsk

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 20:24 #9 by olafure
Góða skemmtun á morgun, kemst ekki en hefði verið gaman að horfa á.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 19:34 #10 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: Keppni í sjókayakfærni
Óska ykkur góðs gengis, ég verð fjarri góðu gamni að þessu sinni :)

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 17:18 #11 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Keppni í sjókayakfærni
Ég verð með

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 11:17 - 20 sep 2013 15:05 #12 by siggi98
Reikna með að mæta til að vera með

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 10:07 #13 by Þóra
Mæti B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 09:23 #14 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Keppni í sjókayakfærni
Með, já að sjálfsögðu.
Við Eyþór komum. Við treystum á það verði gamlingja og unga flokkur svo við vinnum sitthvorn flokkinn B)
Það gengur ekki að Eyþór fari að taka kallinn í keppni.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 sep 2013 04:56 #15 by Sævar H.
Nú verð ég fjarri góðu gamni vegna fjarveru erlendis og því ekki í boði við aðstoð
Margir mjög góðir kappar hafa tilkynnt þáttöku.
Þetta verður skemmtilegt :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum