Keppni í hálfmaraþoni. Nauthólsvík-Geldinganes

20 ágú 2013 08:58 #16 by olafure
Ólafur B. Einarsson skráir sig hér með til leiks.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2013 23:37 #17 by eymi
Getum við ekki hafið keppnina kl 1200, þá get ég bæði hlaupið (Reykjavíkurmaraþon) og róið :)?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

19 ágú 2013 22:07 - 22 ágú 2013 20:48 #18 by Egill Þ
Laugardaginn 24. ágúst verður keppt í hálfmaraþoni, róið verður milli Nauthólsvíkur og Geldinganess. Keppni hefst klukkan 11 árdegis.

Þessi keppni kemur í staðinn fyrir Hvammvíkurmaraþonið sem haldið hefur verið undanfarin ár. Það er von keppnisnefndar að með styttri vegalengd sjái fleiri þátttakendur sér fært að taka þátt. Hálfmaraþonið er lengsta keppni ársins (um 22 km) og róin í tveimur áföngum. Eitt skyldustopp er á leiðinni og keppendur verða að dvelja þar í a.m.k. fimm mínútur áður en þeir mega halda af stað aftur. Stopptíminn (5 mínútur) er síðan dreginn frá lokatímanum, ef stoppið er lengra telst tíminn umfram 5 mínútur sem ferðatími. Keppnin er með hefðbundnu sniði og verður bæði boðið upp á einstaklingskeppni í karla- og kvennaflokki. Keppnin gefur stig í Íslandsmeistarakeppninni og gilda eftirfarandi reglur:
• Keppt er í flokki ferðabáta og keppnisbáta (flokkun miðast eins og áður við það hvort hlutfall vatnslengdar á móti vatnsbreidd fari yfir 11).
• Þátttakendur mega velja sér bátaflokk óháð þeim flokki sem þeir eru í í öðrum keppnum sumarsins.
• Ef keppendur verða jafnir af stigum í lok sumars sker tími í þessari keppni úr um Íslandsmeistara.

Ræst verður frá Nauthólsvík (sjósett hjá Siglingaklúbbnum Siglunes). Skyldustopp verður á Gróttu (Seltjörn, sandfjara sunnan við Gróttuvita). Róa þarf innfyrir bauju sem er staðsett við Sólfarið (við Sæbraut). Keppnismark verður við Geldinganes og miðast við baujur sem afmarka pramma.

Keppendum verður afhent kort af keppnisleið við skráningu.

Keppendur þurfa að tilkynna þátttöku á Korkinum fyrir kl. 22:00 föstudaginn 23. ágúst. Að lágmarki þurfa keppendur að mæta hálftíma fyrr ræsingu. Þátttökugjald er 1.000 krónur.

Eftir maraþonið verða veitingar í boði fyrir svanga ræðara.

Öryggismál:
• Keppendur þurfa að hafa meðferðis neyðarblys. Blys verða seld á staðnum á kostnaðarverði.
• Keppendur þurfa að hafa meðferðis farsíma í vatnsheldu hulstri með símanúmer tengiliðs í flýtiminni. Í stað síma má nota VHF talstöð.
• Sé mikill vindur á keppnisdag getur mótshaldari mælt fyrir um að keppendur festi öryggislínu við bát sinn þannig að hann reki ekki í burtu ef keppandi hvolfir.
• Í landi fylgist starfsmaður með keppendum, verður á útkikki með sjónauka á fyrirfram ákveðnum stöðum.
• Fylgdarbátur verður með keppendum og sér um brautargæslu.
• Þrátt fyrir öryggisráðstafanir eru keppendur á eigin ábyrgð í keppninni.

Þeir sem hafa tök á að starfa við tímatöku, útkikk og annað tilfallandi í tengslum við maraþonið, vinsamlegast hafið samband við Klöru (klara@ksi.is eða í 899-2627), Egil (egill.thorsteins@efla.is eða í 665-6067) eða Össur (
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.