9.-11. ágúst 2013 - Breiðafjörður

05 ágú 2013 15:58 #16 by Hilmar
Mig langar að koma með í Breiðafjörðinn ef pláss er og myndi þá koma með Guðna Páli og Magga frá Ísafirði.Sími minn er 867-2973. Er búinn að sullast á kayak í rúm 12 ár og ræ svona að meðaltali tvisvar í viku allt árið hér við pollinn á Ísafirði og viða. Vona að það sé nógu mikil reynsla auk þess að vera upp alinn af Halldóri Sveinbjörnssyni í kayaksportinu. Er 1952 módel. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2013 10:21 #17 by Gummi
Ég staðfesti hér með endanlega þátttöku mína og ef þig langar að hafa samband er það gummijb(hjá)internet.is og síminn er 899-7516
Tel mig vera svona þokkalega reyndan og hlakka til að hlusta á kvöldsögurnar hjá Reyni Tómas við varðeldinn.
Ég er að vinna í að fá félaga minn með í ferðina og læt vita af því þegar hann hefur gefið jákvætt svar.

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2013 14:03 #18 by Magnus

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2013 13:21 #19 by Klara
Klara og Þóra gera ráð fyrir að mæta galvaskar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2013 21:31 - 31 júl 2013 21:59 #20 by Reynir Tómas Geirsson
Já, Sævar, þetta hefur verið spennandi tími að standa í þessum ferðum og jafnan gott að hafa þig með í ráðum, ekki síst varðandi strauma og sjávarföll, kort af svæðunum og veðurútlitið. Gaman að hafa þig með á ný. Svo taka aðrir við af okkur.

Það er ágætt kerfi, sem mér hefur fundist jákvætt, að hafa einn sem ákveður í samráði við félagana í ferðanefnd hvert verður farið og hvenær, undirbýr ferðina, auglýsir hana og hefur nauðsynlegt samband við landeigendur, stýrir hvað er gert og hvenær, veit um landið og sögu þess, en hafa svo mjög vel þjálfaða félaga með til að halda utan um sjálfan róðurinn meðan við erum á sjó með stundum stóran hóp. Þá hefur það reynst vel að hafa toppræðara sem eru vanir öllum aðstæðum og með til dæmis BCU þjálfun í því hlutverki. Fararstjóri hefur lokaorðið, eins og í fyrra þegar ákveðið var að hreinlega hætta við ferðina. ;)

Og Guðrún, fínt að þú kemur, - þú hefur samband við mig, en ég vildi gjarnan hafa símanúmer þeirra sem ætla að koma. Hér ofar eru símar og e.mail hjá mér. :)

Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2013 21:01 #21 by gudrunjons
Ég er að spá í að koma með. Hvar melda ég mig formelga?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2013 09:50 - 31 júl 2013 18:33 #22 by Sævar H.
Verði veður ekki því erfiðara - þá mæti ég í ferðina.
Það er nú um áratugur síðan leiðir okkar Reynis Tómasar lágu saman til myndunar skemmtilegra kayakróðra um íslenska náttúru.
Kayakklúbburinn var á þeim tíma fátæklegur með þannig plön.
Ég hafði verið að róa mikið einn um eyjarnar sunnan Fellstrandar á Breiðafirði og því orðinn nokkuð kunnugur á svæðinu.
Við Reynir Tómas höfðum farið saman í 3 ja kayakræðara hópferð á Hvítárvatn ,sem á þeim tíma þótti ekki lítill hópur við ferð inn á hálendið.
Og uppúr því spunnust hugmyndir um að reyna að hífa upp efnismiklar kayakferðir á vegum Kayakklúbbsins.
Það var byrjað á ferð Í Straumfjörð á Mýrum-velheppnuð ferð og margir sem tóku þátt.
Síðan var efnt til miklu stærri ferðar - um eyjarnar í mynni Hvammsfjarðar.
Mikil þátttaka var í þeirri ferð.
Síðan varð þetta að föstum lið hjá Kayakklúbbnum árum saman.
Planið og skipulagið var ekki flókið.
Reynir Tómas var alltaf fararstjórinn og samskiptaaðili við landeigendur .
Ég var svona hjálparkokkur eða stýrimaður eftir atvikum.
Fararstjórnin var alltaf klár og traust.
Lentum við í slæmum tilfallandi veðuruppákomum- þá var hópurinn skipulagður með reyndum ræðurum í bak og fyrir. Auðvitað komu upp tilvik sem betur hefðu mátt fara svona eftirá skoðað.
Svo er ennþá.
Þannig er nú íslensk veðrátta - oft skellur óvænt á hret.
Það er því mjög mikilvægt að samsetning á svona ferðahóp sé að verulegum hluta skipuð reyndum ræðurum- það þarf að tryggja í upphafi ferðar.
Ferðir þessar urðu mjög vinsælar. og eru enn.
Fyrir nokkrum árum var skipulagi svona ferða breytt og í stað eins fararstjóra var komið á róðrarstjóra við hlið fararstjóra. "Skipstjórar" ferðar urðu tveir.
Þá ruglaðist systemið.
Nú væri það skemmtilegt að í komandi ferð fengjum við að hafa einn fararsjóra -alla ferðina- að fornum sið.
Reynir Tómas Geirsson er alveg framúrskarandi fararstjóri - ég hlakka til ferðarinnar :-)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 júl 2013 09:11 #23 by bjarni1804
Kem ef vinna og veður leyfa.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2013 23:14 #24 by Egill Þ
Ég mæti.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2013 21:57 - 31 júl 2013 21:57 #25 by Reynir Tómas Geirsson
Brátt fer að líða að Breiðafirðinum, - það eru um 16 manns skráðir og/eða áhugasamir. góður hópur, - en nú bið ég fólk um að fara að huga að því að skrá sig hér eða hafa samband og tilkynna þátttöku, svona úr þessu. Listi yfir ferðafélaga kemur í byrjun vikunnar líka og fleir upplýsingar eins og þarf. Við bíðum að sjálfsögðu eftir veðurspánni og hún ætti að liggja fyrir á mánudaginn. Skoðið ferðaáætlunina og hér gilda almennar reglur klúbbsins um svona ferðir...... :) :cheer:

Reynir Tómas (fararstjóri), s. 824 5444 eða 5531238 og e.mail reynir.steinunn@simnet.is eða staðfesta þátttöku hér á korkinum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 júl 2013 08:13 #26 by Þorsteinn
Stefni á að mæta.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2013 17:39 - 17 júl 2013 17:39 #27 by Sævar H.
Nú þegar ég er í topp formi til alhliða útivistar -hvort sem eru fjallgöngur eða kayakróðrar í nokkra daga , þá innrita ég mig í þessa glæsilegu kayakróðraferð. Nú er bara að æfa aðeins betur til að verða ennbetri . ;)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 júl 2013 15:05 #28 by Páll R
Ég reikna með að fara í þessa ferð!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2013 19:17 #29 by Sævar H.
Takk fyrir þetta, Reynir Tómas

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 júl 2013 19:01 #30 by Reynir Tómas Geirsson
Sæll, já það er hugsunin ef Bæjarnesið er góður staður eins og það virðist geta verið, og þetta er bæði til þess að fá auðveldari róður á laugardeginum án þess að þurfa að pakka saman of miklu og til að hafa styttri leið tilbaka á sunnudeginum þegar sundlaugin á Reykhólum gæti beðið ferðalanga....
Það væri sérlega gaman ef þú kæmist með.....

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum