Friðarsúluróður

09 okt 2012 12:17 - 09 okt 2012 12:18 #1 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Friðarsúluróður
Það er orðið tímabært að stofna nýyrðanefnd á vettvangi ræðara.
Hið nýjasta er "myrkrareiðhjólun" og um daginn kom fram snjallyrðið "hölduhnúðsdráttur" á björgunaræfingu ef ég man það rétt og svo eigum við ýmislegt fleira eins og öldufimi, öldureið, brimreið, sækeipur og straumkeipur.

Ég vildi vekja athygli móðurmálsmenntamanna í hópi félaga á þessu efni :)

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2012 10:57 - 09 okt 2012 10:58 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Friðarsúluróður
Já með ljósið
Ég fékk þennan kjörgrip í Verkfæralagernum í Smáranum. Ljósið er gert fyrir ýmsa útinotkun einkum reiðhjól við myrkrareiðhjólun. Nokkið vatnsétt og verðið er hagstætt kr 595 ísl. kr.m rafhlöðum Það er með ágætri hengisklemmu svona eins og á pennum.

Og stærðin: 75L x40B x 30H m.m

Ps. það eru 6 stillimöguleika en ekki 8 :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2012 10:18 #3 by SPerla
Replied by SPerla on topic Re: Friðarsúluróður
Ég mæti :laugh:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2012 08:37 #4 by totimatt
Replied by totimatt on topic Re: Friðarsúluróður
Sæll Sævar, ljós með eða án átta blikka, hvar er slíkan kjörgrip að fá? Kveðja, Þórólfur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2012 07:35 #5 by Ingimundur
Replied by Ingimundur on topic Re: Friðarsúluróður
Ég hef áhuga á að skella mér með, og þigg einn klúbbsbáta auk svuntu og árar, er með rest. Best ég skelli tölvupósti um bátslán á Orsa ef ég finn netfangið hans (Orsi blikk blikk)
Ingimundur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 okt 2012 06:52 #6 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Friðarsúluróður
Ég ætla að mæta og get lánað báta frá okkur í seakayakreykjavík ef klúbb bátarnir verða búnir .
Örlygur þú lætur mig bara vita ef það vantar báta .

Maggi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2012 18:41 - 08 okt 2012 18:52 #7 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re: Friðarsúluróður
Ég kemst því miður ekki í þetta sinn en ætla að koma með eina ábendingu.
Einn skipstjóranna sem hefur flutt fólk til Viðeyjar við þetta tækifæri sagði mér að síðast hefðu 1400 manns verið fluttir yfir á ca 1,5 klst.
Í slíkum hasar er þannig alls ekki öruggt að þið sjáist vel þó að ljós sé kveikt hjá ykkur og farið varlega þarna þar sem að hraðbátar gætu verið á ferli.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2012 18:29 #8 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Friðarsúluróður
Það væri gott að fá upp hverjir ætla sér að nota klúbb bátana.
Ég þarf alla vega einn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 okt 2012 17:42 #9 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re: Friðarsúluróður
Ekki eru nú miklar umræður tengdar þessum friðarsúluróðri á morgun.
Kannski allt í friði og spekt.
En veður verður mjög gott á morgun. SSA hægviðri en skýjað . Hiti 2-4 °C . Smá regnskúr ekki óhugsandi. Semsagt kjörveður fyrir kayakræðara.
Og Örlygur ætlar að vera róðrarstjóri .
Fékk mér forlátaljós í tilefni kvöldsins. Get látið það blikka með 8 aðferðum. Ábyggilega utan við ýtrustu kröfur :(

Meðfylgjandi er mynd frá síðasta Friðarsúluróðri.


Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 okt 2012 11:40 #10 by Gummi
Replied by Gummi on topic Re: Friðarsúluróður
Mér finst mjög skemmtileg stafsetningar villan í fréttini á forsíðuni "Friðarsúlurúður" :laugh:

Kanski fæ ég að koma með ef ég haga mér vel

Kv. Gummi J.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 okt 2012 15:08 - 06 okt 2012 15:38 #11 by Sævar H.
Reykjavík hefur alltaf verið mikill súlustaður.

Allt byrjaði það með landnámsmanninum Íngólfi Arnarsyni sem sigldi hingað frá Noregi. Hann kastaði öndvegissúlum sínum fyrir borð ,í hafi , og lét þess getið að þar sem þær rækju á land í fyrirheitnalandinu- þar skyldi hann setjast að.
Síðan hafa ýmsir súlustaðir sprottið upp í Reykjavík.

Vinsæll súlustaður Reykjavík.

Og ekki lét heimsmenningin sitt eftir liggja. Friðarsúlu heimsins var valinn staðsetning í Viðey-í róðrarbraut kayakmanna og kvenna.
Og nú á að tendra hið árlega ljós friðarins þann 9.október.

Auðvitað fjölmennum við kayakfólkið til þeirrar athafnar.

Ég tilkynni þátttöku mína. :)


Attachments:
The following user(s) said Thank You: msm

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum