Kajakræðari fannst eftir leit

02 maí 2007 03:00 #1 by jsa
Anup að vígja inn nýja raft guida :)
160-230 m3 er orðið miklu meira en spennandi í þessari á.

Við kíktum hinsvegar í Eystri Rangá í dag, hún var í bónus vatni. Hún var mega, við rérum bara fyrstu droppin, restin var bara samfelld class 5 flúð, nenntum ekki að reyna að komast í fréttirnar :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2007 23:30 #2 by sjohundur
uff ekki gott a'ð tynast i austari.gott að hann fannst

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2007 11:45 #3 by Gummi
Fannst eftir að bát hans hvolfdi

Enskur maður sem reri ásamt nepölskum manni niður Jökulsá eystri í Skagafirði í gær fannst heill á húfi í gærkvöld eftir að bát mannanna hvolfdi. Það var á móts við Bústaði þar sem bátnum hlekktist á. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki sá Nepalinn hvar Englendinginn bar að landi handan árinnar en var ekki viss um að hann hefði náð að krafla sig upp á bakkann. Lið var kallað út til leitar og fannst maðurinn heill á húfi þar sem hann var á gangi. Við fyrstu skoðun sýndist björgunarmönnum að manninum hefði ekki orðið meint af volkinu. Mennirnir munu báðir vera þaulvanir slíkum flúðasiglingum.<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2007/05/01 09:23

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2007 11:39 #4 by Gummi
Best að svara sjálfum sér smá :blink:

Vatnsmagnið í ánni á þessum tíma hefur verið á milli 160 - 230m3 samkvæmt mælum á vef Orkustofnunar
Í austari er allt mikið sem er yfir 100m3 og kallað bónusvatn.
Ég hefði ekki viljað synda þarna á þessum tíma :S<br><br>Post edited by: Gummi, at: 2007/05/01 09:22

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 maí 2007 03:24 #5 by Gummi
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út í kvöld til leitar að erlendum kajakræðara sem saknað var við austari Jökulsá. Síðast sást til hans á sjötta tímanum í dag en hann hugðist róa niður ánna. Þegar hann var ekki kominn niður ánna um kvöldmatarleytið var farið að grennslast fyrir um afdrif hans. Hann fannst heill á húfi um klukkan 21:30 í kvöld.

Maðurinn kom í leitirnar klukkan 21:30 í kvöld, heill á húfi er hann gekk fram á björgunarsveit. Hafði hann velt bátnum og týnt honum en náð að komast af sjálfsdáðum á þurrt.

Þegar hann fannst voru um 60 manns frá björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar við leit auk þess sem búið var að kalla út lið frá nærliggjandi svæðum sem og þyrlu Landhelgisgæslunnar. Miklar leysingar eru á svæðinu og vatnavöxtur í ánni.

Innlent | mbl.is | 30.4.2007 | 22:10

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum