3* og 4* námskeið

16 apr 2007 03:07 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:3* og 4* námskeið
Það eru fjölmargir ræðarar sem hafa verið að spretta upp síðustu misserin sem myndu fljúga í gegnum þessi námskeið. Ef það er eitthvert level þar sem fólk raunverulega lærir að stjórna bátnum sínum þá er 3* námskeið t.d. algerlega málið. Síðan er það áttavitabras og einhver neyðarbátaviðgerð og félagabjörgun, línutog og hæfileg brimlending sem tekur við í 4* ásamt fleiru.

Ég vil endilega hvetja þá sem hafa ekki farið á svona BCU námskeið að nota nú Símon. Það er ekkert venjulegt hvað fólk tekur mikið stökk fram á við á svona námskeiðum.

Og nota korkinn til að demba út spurningum um námskeiðin. Það er nægur mannskapur til að svara og gefa góð ráð. T.d. -þarf maður að hafa 2* til að fara í 3* námskeið? Svar: Nei. Osfrv.

Það er um að gera að starta námskeiðsumræðu á þessum vettvangi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2007 21:52 #2 by Rúnar
Replied by Rúnar on topic Re:3* og 4* námskeið
Ég fór á fjögurra stjörnu námskeiðið sem Jeff Allen hélt við Stykkishólm í fyrra og síðan í prófið sem fór fram í úfnum sjónum við Arnarstapa og get staðfest að þtta var í alla staði afskaplega skemmtilegt og gagnlegt. Þótt það skipti ekki öllu máli að ná sér í stjörnur þá græðir maður mikið á svona námskeiðum, eins og reyndar á öllum námskeiðum hjá góðum kayakkennurum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2007 19:20 #3 by Steini Ckayak
Simon kemur til með að halda 3ja og 4ra stjörnu námskeið og próf á Eiríki Rauða auk þess sem við ætlum að reyna að nýta hann eitthvað í surfið þar sem hann er vanur keppnis maður þar.

Námkvæm dagskrá verður til einhverntíman á næstu dögum en eins og er er vitað að 4* námskeiðið verður Laugardag og sunnudag og prófið á mánudag.
3* námskeiðið verður á laugardag og prófið á Sunnudeginum.

Ætli við reynum ekki við brimið á þriðjudeginum eða þriðjudagskvöldið, allt eftir stemmingu.

Gott væri ef áhugasamir gætu sett sig í samband við okkur sem fyrst uppá skráningar að gera svo að við getum skipulagt okkur aðeins í kringum áhugann

Sendið endilega póst á info@seakayakiceland.com

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum