Breiðafjarðarferðin

04 ágú 2011 09:56 #16 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Það er gott að vona það besta en búa sig undir hið versta.

Ég veit ekki hvernig hægt er að lesa mest 6 m/s út úr vindaspá Veðurstofunnar sem er um 10 m/s allan laugardaginn á þessu svæði sbr.:

www.vedur.is/vedur/spar/thattaspar/breidafjordur/

Það ætti þó ekki að verða vandamál fyrir þennan hóp undir góðri róðrarstjórn.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2011 22:08 - 03 ágú 2011 22:11 #17 by Reynir Tómas Geirsson
Það eru nú alls komnir 29 ef allir mæta. Góður hópur sem fyrr. Búinn að ræða við eigandann í Öxney aftur og líka Jón Jakobsson í Rifgirðingum til að láta vita að við erum á svæðinu (hittum hann í fyrra), svo og Maríu á Ósi og það eru engin vandamál.

Skv. veðurspánni má búast við einhverri vætu á föstudagskvöld fram yfir miðnætti en eftir það verður þurrt. Kl. 18 á föstudag verða 7 m/sek á svæðinu en svo lægir og fer niður í 3-4 m/sek, mest 6 m/sek eftir það, að austan og norðan. Sólarglennur geta vel orðið. Höfum bjartsýnina meðferðis :) :) .

Sjáumst, Reynir TG

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2011 18:47 #18 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Ég verð í Geldingarnesinu milli kl 18 og 19 á morgun fimmtudag til að taka báta á kerruna fyrir þá sem vantar far fyrir báta.

Maggi 8973386

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2011 17:02 #19 by totimatt
Replied by totimatt on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Ætlum að mæta þrjú, Jóna, Finnbogi og undirritaður, Þórólfur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2011 10:41 #20 by Egill Þ
Replied by Egill Þ on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Ég mæti.

kv. Egill

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2011 00:16 - 03 ágú 2011 00:22 #21 by Gunni
Replied by Gunni on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Hérna eru myndirnar sem Reynir vísar til :
Mynd 6176
Mynd 6177
Mynd 6178
Mynd 6182
Mynd 6196

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 ágú 2011 00:05 #22 by Stefán_Már
Ég mæti.

Kveðja
Stefán Már

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2011 23:35 - 03 ágú 2011 21:59 #23 by Reynir Tómas Geirsson
Sæl öll, þá erum við orðinn 20 manna hópur og eflaust bætast nokkrir enn við. Það eru allir vanir eða a.m.k. með reynslu og að vanda munum við miða ferðina við það. Magnús Sigurjónsson verður róðrarstjóri. Þetta eru heldur ekki langar leiðir. Veðurutlit er alls ekki slæmt, þurrt, vindur 4-6 m/sek að austan og sól á sunnudag (sjá vedur.is). Smá skúr gæti orðið á föstdagskvöld. Þokkalegur hiti. :) :) :)
Nú hefur verið ákveðið að hittast á Ósi á Skógarströnd á síðdegi á föstudag eða föstudagskvöld. Ég reyni að vera kominn um kl. 17 eða svo. Þarna er sumarhús í gamla bæmum og samstarfskona mín, María Þórisdóttir, er þar þessa helgi með fjölskyldu sinni og þau vita af komu okkar. Það er hægt að fara tvær leiðir þangað, auðveldast að fara Vatnaheiði og leiðina í Stykkishólm en í staðinn fyrir að aka þangað út er farið beint áfram inn nesið, fyrir Álftafjörðinn og framhjá kirkjustaðnum Narfeyri, yfir Stóra-Langadalsá og svo aðeins lengra yfir Setbergsá, sem hún mun heita, og upp brekku og þar er beygt inn að Ósi. Þar megum við talda á sléttri grund (sjá mynd 6196) við Setbergsána, en líka verður unnt að keyra niður að gömlu lendingunni eftir vegaslóða (mynd 6182 og 6178) að nefi á sjávarkletti (sést á 6182 og 6178 í fjarlægð og nær á mynd 6177) . Þar er hægra (norðan) megin við nefið víkin sem var lendingin og hún sést á mynd 6176 og þar sést líka yfir á Stapann og þangað mætti fara prýðilegan kvöldróður að Stapastraum og jafnvel Mannabana.

Hin leiðin er að fara upp Heydalinn og yfir nesið inn á Skógarströnd nokkru innar og keyra út nesið að Ósi, en það er líka skemmtileg leið tilbaka að loknum róðri í góðu veðri á sunnudag. Sund mætti vera í laug við Kolbeinsstaðaskóla eða í Borgarnesi á sunnudag? Að öðru leyti yrði leiðin eins og lýst var hér að framan og gist eina nótt úti í Öxney. Menn geta komið að Ósi á laugardagsmorgun líka þeir sem vilja, en athugið tímasetningar fyrir brottför hér að framan. Vilji menn róa úr Stykkishólmi eða enda þar, þá gera menn það að eigin frumkvæði.

Að vanda í þessum ferðum okkar þarf nokkra brennikubba með í för, það þarf góðan mat fyrir tvö kvöld og næringu fyrir tvær morgunbrottfarir og 2-3 stopp hvorn daginnn og aðra hressingu að eigin ósk. :) Klúbbtjaldið gæti verið með fyrir föstudagskvöldið.

Það yrði vel þegið að hafa farsíma allra og fá þá á e.maili til reynir.steinunn@simnet.is, fyrst og fremst til að tékka á hvar menn eru ef einhverjum seinkar sem hafði tilkynnt komu. Minn sími er 824 5444.

Kveðja, Reynir TG (myndirnar fara inn með öðrum hætti a morgun væntanlega).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2011 23:33 - 03 ágú 2011 20:43 #24 by Óli Egils
Ég mæti :)
Hef pláss fyrir farþega ef einhverjum vantar far.

kv, Óli Egils
sími 861 7707

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2011 23:16 #25 by Siggisig
Replied by Siggisig on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Ég stefni á að koma

kv.Sigurjón

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 ágú 2011 21:17 #26 by Þóra
Replied by Þóra on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Ég og Klara stefnum á að mæta.
Kv Þóra

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 ágú 2011 22:29 #27 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Ég fer með kerru með mér og er því með pláss fyrir nokkra báta ,
þeim sem vantar far fyrir báta endilega hafa samband Maggi s 8973386
ég fer á föstudag kl 15:00 úr bænum

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

30 júl 2011 09:26 #28 by maggi
Replied by maggi on topic Re: Breiðafjarðarferðin
ég er að verða komin með gott straumaplan fyrir ferðina þetta lítur bara vel út , hver ætlar að sjá um að það verði sól og blíða?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 júl 2011 00:24 - 29 júl 2011 00:26 #29 by SAS
Replied by SAS on topic Re: Breiðafjarðarferðin
Hér er mynd af ætlaðri róðraleið um næstu helgi
picasaweb.google.com/sjokayak/Desktop?au...#5634563751202936402

Föstudagurinn er um 10 km, laugardagurinn er 13 km og sunnudagurinn er 14 km ef endað er á Ósi en um 24km ef endastöðin er Stykkishólmur.

Spurning að róa einhvern hring frá Ósi á föstudeginum til að stytta sunnudaginn?

Við leit að Brattastraum á netinu, þá fann ég eftirfarandi
viðtal við Reyni Tómas um sbr. ferð
timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3864240

kv
Sveinn Axel

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 júl 2011 13:21 #30 by StefanSnorri
Ég og Hildigunnur stefnum á að fara í þessa ferð. Fínt framhald af Hofstaðavogar-Grundarfjarðar ferðinni.
Kv. Stefán Snorri

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum