Páskastraumur

10 apr 2007 02:50 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Páskastraumur
Já við smelltum okkur 4 í Eystri Rangá í dag. Það hefur aldrei verið farið svona snemma í þessa á á árinu áður enda góð ástæða, við erum að róa hana lengst inni í landi. Færðin var fín jeppa færð, drulla, skornir vegir og smá snjór í lokinn. Veðrið var mjög gott, fyrst sól og amk 5°C hiti og skall svo á með éljum seinni partinn af ferðinni. Vatnið í ánni var af skornum skammti. Útkoman var bara ágætis buna, soldið labb, ekki mikill kuldi og hörku gaman. Halli og Bragi smelltu myndum við Raggi vorum bara í því að vera töff á myndunum. Vonandi rata myndirnar á netið bráðum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2007 23:55 #2 by saethor
Replied by saethor on topic Re:Páskastraumur
Ég er til í Rangá á sunnudag!

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

06 apr 2007 01:52 #3 by Halli.
Replied by Halli. on topic Re:Páskastraumur
OK.:P . Spáir td. ágætlega á sunnudaginn, væri gaman að skella sér í Rangá, eða ef það verður mikið vatn þá mætti alveg hugsa sér að róa elliðaárnar frá vatni eða stíflu og niður í sjó. Allavega, hvað segir fólk um hitting kl. 10 á select á sunnudag ( þá verðum við komin aftur í páskalamabið fyrir kvöldmat).

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 apr 2007 16:43 #4 by Heida
Páskastraumur was created by Heida
Woohooo

Er ekki einhver til í páskaróður á laugardaginn eða sunnudaginn!:woohoo:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum