Þrusuferð í Fossá

02 apr 2007 05:23 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Þrusuferð í Fossá
Já til að gefa fólki hugmynd um það hvernig Raggi synti þá mætti segja að hann hafi synt í holunni í norskum stíl, það er spurning hvort að norðlenski norðmaðurinn hafi smitað Ragga af holu svíns heilkenninnu.
En já þetta var töff ferð.
Svo er spurning um að skipuleggja smá video kvöld. Ég var að eignast 3 eðal kayaklám myndir, sem við ættum að gíra okkur í að góna á. Hver er vill og verður að halda boðið, ég er ekki einn heima um páskanna.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 apr 2007 04:08 #2 by Halli.
Þrusuferð í Fossá was created by Halli.
Aðeins þrír ræðarar mættu til leiks í kríkmission í fossá í hvalfirði, en það kom ekki í veg fyrir að ferðin yrði viðburðarrík og skemmtileg. Byrjuðum á að skoða stað í ánni sem er varasamur en okkur leist bara vel á að róa þegar við kæmum niður. Fórum svo og settum súkkuna á kaf í drullu og mokuðum hana upp með árunum, fín upphitun! Áin er grunn og grýtt og eddyin til að stoppa í flest af minni gerðinni þannig að þetta er ekki fyrir alveg nýbyrjaða en samt ekki neitt svakalegt svosem. Nema það var alveg merkilegt að staðurinn sem okkur leist svo vel á var alltíeinu orðinn stórhættulegur þegar það var komið að því að róa hann:unsure: , merkilegt hvað áin er fljót að berja úr manni hrokann!
En mesta fjörið var samt neðst í ánni í \"pooli\" fyrir neðan sakleysilegan c.a. 3m. háan foss en þar komst ég ekki í gegn fyrr en jsa rétti mér endann á árinni sinni og dró mig í land og Raggi synti af hjartans lyst og kafaði hvað eftir annað niður á botn, eins og hann hefði týnt gleraugunum sínum eða eitthað, Mesta og ákafasta kafsund sem ég hef orðið vitni að:evil:
Var ég búin að minnast á veðið? Logn hiti sól og blíða!
B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum