Æfing þrd. 2. nóv.

04 nóv 2010 15:32 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Æfing 2.nóv. sagan
Þetta hefur verið busl í lagi. Kátir voru karlar, ég segi ekki meir. :lol: :lol: :silly:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2010 22:19 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Æfing 2.nóv. sagan
Jæja, í þetta sinn vorum við kapparnir orðnir mátulega þreyttir fyrir kaffistopp þegar við loks komumst upp í fjöru í Veltuvík eftir um 1 km róður móti 15-20 m/s vindi. Þetta vorum við GHF, Eymi og Hörður. Við létum kaffibrúsana samt eiga sig, það hefði sennilega allt kaffið sogast upp úr þeim eins og í skýstrokki :P :P .

Við náðum samt nokkrum æfingum eins og félagabjörgun. Ég fór í sjóinn, Hörður byrjaði að tæma og um leið húkkaði Eymi taug í Hörð og hélt í horfinu upp í vindinn og þetta gekk allt vel, en eftir á var toglínumaðurinn í verstu stöðunni að þurfa að snúa við ef við hefðum ekki losað karabínuna og óvarinn fyrir öldum og vindhviðum við að gera upp línuna með báðum höndum. Þar hefði mátt rafta upp.

Við tókum líka nokkara veltur undan vindi og marvaðalegur, en af því að ég vil veita ykkur smá ánægju ("Schadenfreude" á Þýsku) þá er hér stutt klaufasaga:
Sneri upp í vindinn og ætlaði að taka veltu, en gerði mér ekki grein fyrir að rek var hratt aftur á bak og líklega snerist báturinn nokkuð þannig að þegar ég var kominn á hvolf og ætlað upp hægra megin kom ég árinni ekki langt vegna andstreymis undir bátnum, stressaðist, reyndi veltu tvisvar með nokkru puði, þreif í svuntulykkjuna en það gekk ekki í fyrstu við þessar aðstæður, því að hún er mjög stíf, ég var orðinn loftlítill, sleppti árinni og tók á með báðum höndum. Um leið og ég kom úr kafi fór ég í keng því að nú tók öflugur sinadráttur í vinstri kálfa völdin.
Nú kemur svo hinn góði endir, annars mundi ég ekki nenna að skrifa þetta. Ég fór á stefnið og hélt í það augnablik, þá snýst báturinn upp í vindinn enda virka ég eins og rekakkeri, ákveð á hvora höndina ég vil velta mér upp, sný svolítið upp á bátinn með sundtökum um leið og ég færi mig aftur eftir dekklínunni þannig að fyrirhuguð velta verði með vindi en ekki móti. Þetta gekk upp með góðum ráðum frá Eyma, og var það smá sigur, því á laugadaginn gekk þetta ekki upp við svipaðar aðstæður.

Vona að einhverjir hafa gaman af svona pistli.

Kv. GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 nóv 2010 11:40 #3 by Horður Kr
Replied by Horður Kr on topic Re:Æfing þrd. 2. nóv.
Ég stefni á að mæta tímanlega

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 nóv 2010 21:11 - 01 nóv 2010 21:12 #4 by eymi
Replied by eymi on topic Re: Æfing þrd. 2. nóv.
Ég mæti, ef ekkert kemur uppá :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 nóv 2010 15:24 #5 by Gíslihf
Ég stefni á æfingu á morgun þrd. 2. nóv. - mæti um 16:45 og á sjó um kl. 17. Spáð er N 15 m/s en þá gæti verið ágætt að vera við Veltuvík þar sem hægt er að renna inn í skjól og kasta mæðinni áður en farið er út á ný.

Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum