Grundarfjörður

08 feb 2010 17:56 #1 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Grundarfjörður
Ólafsvík 7. febrúar.. þar er einstaklega skemmtilegt að leika sér á kayak, maður skellir sér á flot í höfninni, rær út í hafnarkjaftinn og þar er alltaf einhver alda. Í gær var ca meters undiralda úr norðri og um hálfsmeters vindalda úr austri, við þetta bætist síðan endurkast af hafnargörðunum og úr verður þetta fína öldurót... ekkert of mikið og kjörið til æfinga B)
Þar að auki er þessi fína sandfjara austan við Suðurgarðinn þar sem æfa má brimlendingar og surf, og fari allt í handaskolum hjá manni endar maður bara uppí sandfjörunni ;) ... mæli með safariferðum þangað eftir góðar norðanáttir! <br><br>Post edited by: eymi, at: 2010/02/08 10:02
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2010 08:04 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Grundarfjörður
Það er nú einmitt þessi skyndiofsi í veðri sem hefur sallað niður sjómenn á opnum bátum í aldanna rás. Hornstrendingabók er uppfull af svona sögum; róið út í blíðu og síðan skellur á rok og mannskaði verður. Stundum slapp þetta til en alltof sjaldan.

Gott hjá þér að láta þetta eiga sig. Aðalmálið er að koma heill heim.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2010 05:30 #3 by eymi
Replied by eymi on topic Re:Grundarfjörður
Það er fínt að vita þetta með Melrakkaey, ég var kominn á fremsta hlunn með að skella mér þangað, horfði þangað löngunaraugum þegar ég var kominn norður fyrir Kirkjufellið. En þar sem ég var einn, og alltaf möguleiki á að það rjúki upp einhverjar áttir á þessum árstíma lét ég skynsemina ráða og sleppti því. En frá þeim stað sem ég var voru þetta um 7 km fram og til baka, og mjög freistandi :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2010 01:25 #4 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Grundarfjörður
Tek undir það sem hér er fjallað um að framan. Þetta svæði þarna á norðanverðu Snæfellsnesi og reyndar allur Breiaðfjörðurinn-er sérlega hentugt til sjókayakróðra.
Tek undir með Reyni Tómasi- endilega ferð í Grundarfjörðinn í sumar og gjarnan í Kolgrafarfjörð og að Bjarnarhöfn með viðkomu á eyjunum þarna. Ég skoðaði þetta nokkuð þegar ég tók samróður með Gísla H.F í sumar er leið...

Frá Grundarfirði sumarið 2008 -Kayakklúbbferð


Kveðja, Sævar H<br><br>Post edited by: Sævar H., at: 2010/02/07 17:34
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 feb 2010 00:17 #5 by Reynir Tómas
Replied by Reynir Tómas on topic Re:Grundarfjörður
Þetta er mjög skemmtilegt svæði, ekki síst út með Kirkjufelli eins og þú gerðir. Við Steinunn höfum farið þarna tvisvar, síðast 2008 þegar klúbbferð var í Grundarfjörðinn. Sennilega væri ráð að endurtaka þannig ferð í sumar. M.a er svæðið frá Grundarfirði yfir í Kolgrafarfjörð sennilega áhugavert og að fara frá Kolgrafarfirði út í Bjarnarhöfn um Akureyjar sem þar eru útaf. Að fara fyrir Búlandshöfðann er sömuleiðis vel þess virði. Muna þarf að Melrakkaey er alfriðuð og leyfi Náttúruverndarstofnunar þarf til að fara í land....
Svo er að bíða eftir að afastelpur eða -strákar komist með manni, það er að byrja hjá mér......<br><br>Post edited by: Reynir Tómas, at: 2010/02/07 22:52

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

07 feb 2010 05:10 #6 by eymi
Grundarfjörður was created by eymi
Fór á Snæfellsnesið að heimsækja elsta soninn sem býr þar núna og kennir hagfræði og þjálfar blak. Aðalmálið var að sjá og knúsa litlu afastelpuna B) Að sjálfsögðu var bátnum skellt á toppinn og úr varð þessi frábæri róður, 15 km á spegilsléttum sjó.
Á morgun stendur til að róa í nágreni Ólafsvíkur.. :P <br><br>Post edited by: eymi, at: 2010/02/06 21:13
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum