Egill Rauði 21.-23.Maí 2010 Hvítasunna

29 jan 2010 20:48 #1 by Ari Ben
Egill Rauði, verður haldinn um hvítasunnuhelgina 21-23 maí n.k. á Norðfiðri. Þar verður margt spennandi í boði, fyrirlestrar, myndasýningar, námskeið, veltukeppni og sprettróðrarkeppni sem veitir stig til Íslandsmeistara. Auk leiðbeinenda héðan að heiman þá verða fengnir þeir Dubside og Dan Henderson frá Bandaríkjunum. Heimasíða www.dubside.net en Dubside mun koma með sinn eigin bát og kenn reipa leikfimi (Greenland rope gymnastics), en hann er einnig snillingur í grænlenskum veltum. Dan Henderson www.canoe-kayak.com/ hefur keppt í kappróðri fyrir Ungverska og Bandaríska landsliðið á straumvatni og á sléttu vatni og hefur unnið til fjölda verðlauna. Dan er kajakþjálfari og með háskólagráðu í róðrartækni á kajak (forward stroke). Frábært tækifæri til að bæta róðrartækni hjá kennara á heimsmælikvarða. Hvort sem er til keppni eða í leik.

Nánari dagskrá og skipulag auglýst síðar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum