Fjársjóðsleikur . . .

05 okt 2009 21:32 #1 by Gíslihf
Örsi skrifar \" ... æfingaróður ...er óheimilt að taka land, drekka kaffi, míga, hringja o.s.frv.
Þetta er ekki alveg rétt skilið hjá Örsa. Það er heimilt að taka land ef aðstæður eru nógu slæmar, brim grýtt fjara og þess háttar - og síðustu þrjú atriðin eru í lagi ef menn halda áfram að róa á meðan.
Kveðja GHF
ICE Safe trainer.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

05 okt 2009 05:36 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Re:Fjársjóðsleikur . . .
Dularfullt mál.

Það eina sem ég hef gert er að slá inn hnitin og gjóa augum að fjárssjóðsstöðunum í einhverjum róðrinum um daginn. Hélt að róðrarfélagarnir myndu veita mér ögn af svigrúmi til að taka land og snuðra smávegis. En þá var þetta æfingaróður og í slíkum fyrirbærum er óheimilt að taka land, drekka kaffi, míga, hringja o.s.frv.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 okt 2009 21:16 #3 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Re:Fjársjóðsleikur . . .
Sæl

Nú er ég búinn að reyna að hafa uppá fjársjóðunum tveim með GPS tæki að vopni. Í hvorugt skiptið fann ég nokkuð.

Spurningin er því hefur einhver fjarlægt þá? Kannast einhver við það? En þetta er samt sem áður skemmtilegt og vel til fundið.

Endilega tjáið ykkur.

Kv.
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 sep 2009 16:27 #4 by Ari Ben
Replied by Ari Ben on topic Re:Fjársjóðsleikur . . .
Shawna og Leon spurðu okkur hjá Kaj í sumar þegar þau voru hér hvort við hefðum áhuga á að taka þátt í ratleik sem yrði á heimsvísu. Sáum ekkert athugavert við það. Fengum engar ívilnanir, greiðslur eða annað fyrir.

Á Norðfirði voru pakkarnir settir út í svarta myrkri og norðan brælu sem takmörkuðu staðsetningu þeirra.

Spurning hvort við getum fengið ábendingar um hnit af alvöru fjársjóðum eins og Ingi stingur uppá.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 sep 2009 02:32 #5 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Fjársjóðsleikur . . .
Iss. ég bíð nú bara eftir hnitunum frá Tortóla. Þar ættu að vera alvöru fjársjóðir.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

18 sep 2009 00:38 #6 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Fjársjóðsleikur . . .
Þetta fer að verða spennandi !

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

17 sep 2009 18:46 #7 by Ari Ben
Replied by Ari Ben on topic Re:Fjársjóðsleikur . . .
Væri forvitnilegt að heyra hvort einhverjir hafa freistað þess að reyna að finna þessa pakka?

Held að vinningslíkur séu ágætar. Það eru rúmlega 40 pakkar dreifðir um allan heiminn, þar af 4 á íslandi. Dregið er úr innsendum númerum og hægt að vinna m.a. kajak frá TRAK og eitthvað dót frá Kokatat.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

04 sep 2009 04:31 #8 by Ari Ben
... í lok ágúst voru faldir pakkar á tveir í Norðfirði og tveir við Reykjavík. Til þess að finna pakkana þarf að nota GPS hnitin af þeim er að finna á www.aquacaching.org/
Pakkarnir eru aðgengilegir af kajak. Sá sem er fyrstur á staðinn fjarlægir álspjald með númeri úr pakkanum og eitthvað annað sett í staðinn fyrir þann næsta sem finnur pakkann, eins að skrifa í gestabók sem er í pakkanum. Númerið er slegið inn á www.aquacaching.org/ .

Það eru www.trak.com og www.kokatat.com sem skipuleggja leikinn, en allar nánari upplýsingar eru á www.aquacaching.org/

Post edited by: Ari Ben, at: 2009/09/17 11:42

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum