Nýjustu fréttir af Títan

02 mar 2007 13:40 #1 by Steini
Ég kom við í Títan í gær og hitta þar Fannar og Ólaf nýjan eiganda og var gott hljóðið í þeim. Fyrir um 15 árum síðan þegar Útilíf flutti inn og seldi kayaka og búnað stjórnaði Ólafur því sem verslunarstjóri þar og áttum við gott samstarf við hann þá og er ég klár á að hann muni halda uppi merkjum Títan.

Vill ég hér nota tækifærið og þakka fyrri eigendum Títan gott samstarf við Kayakklúbbinn á síðustu tveim árum.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

02 mar 2007 03:14 #2 by Sævar H.
Replied by Sævar H. on topic Re:Nýjustu fréttir af Títan
Ég fór í Títan í gær og ætlaði að fá mér öngul.
Þá var öll veiðafæradeildin komin í pappakassa til flutnings niður Suðurlandsbraut. Kayakdeildin var óbreytt og var mér sagt að svo yrði áfram.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

01 mar 2007 22:33 #3 by Gummi
Bráð ehf hefur fest kaup á rekstri Sportbúðar Títan, Krókhálsi 5G, Reykjavík.

Bráð ehf. á og rekur fyrir verslanirnar Veiðihornið að Hafnarstræti 5 og Síðumúla 8 í Reykjavík.

Samhliða kaupunum verða verslanirnar 3 endurskilgreindar samkvæmt hér að neðan. Breytingum verður lokið nú á vormánuðum. Verslununum verður ekki lokað á meðan breytingum stendur.

Veiðimaðurinn Hafnarstræti 5

Allar götur síðan 1940 hefur verið starfrækt sportveiðiverslun í hjarta borgarinnar, lengst af undir nafni Veiðimannsins og má segja að Veiðimaðurinn skipi stóran sess í verslunarsögu Reykjavíkur og þá sérstaklega miðborgarinnar.
Veiðihornið Hafnarstræti 5 verður nú á ný Veiðimaðurinn. Í Veiðimanninum Hafnarstræti 5 verður lögð sérstök áhersla á vandaðri veiðibúnað og fatnað fyrir stangaveiðimenn en einnig úrval af vönduðum útivistarfatnaði, m.a. frá Beretta á Ítalíu.

Veiðihornið Síðumúla 8

Veiðihornið er, þrátt fyrir ungan aldur, löngu orðið þekkt fyrir mikið úrval af veiðibúnaði í öllum verðflokkum fyrir stanga- og skotveiðimenn. Veiðihornið Síðumúla 8 mun halda áfram á sömu braut. Allnokkrar breytingar verða þó gerðar á Veiðihorninu í formi útlits og vöruframsetningar en í versluninni verður meðal annars settur upp stærsti flugubar landsins og þó víðar væri leitað og einnig útbúið sérstakt byssuherbergi (\"gun room\") líkt og sést í stærri og vandaðri Bandarískum skotveiðibúðum. Persónuleg þjónusta reyndra veiðimanna verður í fyrirrúmi.

Sportbúðin Krókhálsi 5

Sportbúðin verður stór og mikil sportveiðibúð með útivistarívafi. Til þessa hefur Sportbúðin boðið úrval af vörum fyrir skotveiðimenn og kayakfólk. Úrval í þessum vöruflokkum verður stóraukið auk þess sem mikið úrval af búnaði fyrir stangaveiðimenn verður einnig á boðstólum og gott úrval af útivistarfatnaði og búnaði.



Bara las þetta í dag og langaði að uppfræða ykkur um þetta

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum