Verndun Laxár í Aðaldal.

27 maí 2009 21:23 #1 by palmiben
Þetta má ekki ganga í gegn. Hugsið ykkur fordæmið sem væri verið að gefa með þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

27 maí 2009 05:30 #2 by palli
Jú, klúbburinn mun klárlega senda bréf í anda þess sem hefur verið rætt hér á þessum þræði. Helst með SAMÚT og SÍL sem backup, en ef þeir hafa aðrar skoðanir á þessu, þá fer bréfið bara í okkar nafni ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2009 15:05 #3 by Jói Kojak
Mun klúbburinn ekki örugglega senda bréf líka? Óhád thví hvad verdur ákvedid á Samút fundinum?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2009 01:24 #4 by Steini
Sjálfum sér ekkert mál að athugasemdir komi sem víðast að, fresturinn rennur út 10.júní.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 maí 2009 00:41 #5 by Garðar WC
Ég sendi ekki þetta bréf þar sem ég held að það sé mun líklegra til árangurs að klúbburinn sendi bréf.

kv Garðar

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 maí 2009 20:16 #6 by Steini
Garðar, var bréfið sent ??

Þetta verður tekið fyrir á fundi SAMÚT á fimmtudagskvöldið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2009 14:25 #7 by Gummi
Ég held að ég sé loksins komin í rétta gírinn til að svara þessu bulli !

Ef við látum þetta yfir okkur ganga þá mun þetta ekki aðeins virka eins og krabbamein á állar ár í landinu sem við erum að róa heldur mun þetta einnig smita út í sjóbátahlutann.
Ég sé reyndar að það er bannað að róa á sjóbátum á Mývatni samkvæmt þessu en takið samt eftir að þar er samt leyfilegt að vera á vélbát ef hann gengur ekki of hratt. þú verður bara að vera bóndi og vera að leggja net. Hvað klikkun er þetta eiginlega ? Hvað halda menn eiginlega að við séum að gera ?

Hvor drepur meira og fælir meira af lífríkinu maður á mótorknúnum bát með net í skottinu til veiða eða maður á kayak sem hefur það eina í huga að skoða náttúruna og njóta fuglalífsins ?
Hvor drepur meira og fælir meira (allt sumarið) maður með veiðistöng í vöðlum eða maður á litlum staumbát með ár að vopni.

Ég er búin að róa nokkrar ferðir niður Laxá og ætla að gera þá um ókomna tíð. Ég hef aldrei drepið neitt nema mýflugur sem hafa sótt á mig. Ég mun ekki sætta mig við að einhverjir \"náttúruverndarpésar\" segi mér að ég hafi mjög skaðleg áhrif á lífríkið á svæðinu með framferði mínu.
Um leið og hætt verður að veiða í vatninu og bakkar vatnisns verða friðaðir fyrir mannaferðum og menn hætta að selja veiðileyfi í Laxá og friða hana algerlega fyrir mannaferðum (menn og konur í vöðlum) þá er ég tilbúin að sætta mig við að ég megi ekki heldur.
Þangað til þá lýsi ég frati á þetta bull og mun við fyrst tækifæri róa Laxá í Þing og Ölfusá og undir brúnna við Selfoss og ætla svo sannarlega að vona að lögreglan komi með handjárnin og handtaki mig því það væri í báðum tilfellum ólögleg handtaka.

Kv. Gummi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2009 07:00 #8 by palli
Já, þetta er alveg magnað. Stjórn mun ganga í málið og hafa backup af SÍL og SAMÚT. Öll komment og rök vel þegin hér á korkinum. Fínt bréf í byrjun þráðar sem má örugglega styðjast við ...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 maí 2009 04:15 #9 by Anna
Replied by Anna on topic Re:Verndun Laxár í Aðaldal.
Þetta er alveg magnað!
Erum við að sigla í ánni þegar fuglarnir eru að verpa og eru sem viðkvæmastir.

Ég skil ekki hvernig við mengum meira en mótorsport græjurnar sem skilja eftir sig alls konar úrgang í snjónum sem bráðnar í vatnið annað slagið.
Þetta eru fráleit rök og það væri auðvelt að hreinsa bátana en það er varla meiri mengun á bátunum en fýkur í vatnið eða seitlar í gegnum bergið...

við verðum að svara þessu og fá SíL í málið eins og Jón Skírnir mælir með.

Getum við ekki vitnað í rannsóknina sem Jón Skírnir talar um??

Það væri fróðlegt að sjá raunveruleg rök, því við truflum fugla minna en gangandi vegfarendur og rútur..

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 16:32 #10 by Steini
Er búinn að vegkja ath. stjórnar Kayakklúbbsins á þessu og eins hef ég fengið viðbrögð frá stjórn SÍL. Veit ekki hver staða SAMÚT er í dag hef ekki heyrt frá þeim samtökum í yfir ár, er búinn að senda á síðasta þekktan tengilið þar.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 15:18 #11 by Jói Kojak
Tek undir það að klúbburinn beiti sér í þessu; og njóti liðsinnis SÍL og Samút.
Ég skrollaði hratt yfir skjalið og sýnist þetta vera á sömu bókina lagt og áður. Kajakar eru vondir og fæla fugla, sem nota bene, eru á válista. Veiðimenn eru góðir og ekki talið að þeir fæli fugla, sérstaklega ekki þeir sem taka hádegismat. Ég gef ekkert fyrir svona bull. Við höfum tekið fullt tillit til veiðimanna með því að sigla ekki þarna á veiðitíma.
Tek undir með Jóni í sambandi við öryggismálin. Við getum séð um okkur sjálf. Kannski er verið að meina sauðdrukkna stangveiðimenn. Veit ekki.

J

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 13:52 #12 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Verndun Laxár í Aðaldal.
Ok núna er ég búinn að drekka kaffið mitt og kominn í gír :)

Það sem ég vil bæta við fyrra comment er tvennt.
1) Það er fráleitt að Siglingasambandið hafi ekki verið með í samráðsferlinu. Siglingasambandið er regnhlífarsamtök allra sullara á landinu. SÍL ætti að láta í sér heyra.

2) Það að banna ferðir á vötn eða ár vegna þess að það er svo hættulegt er líka fráleitt. Ef Umhverfisstofnun hefur svona miklar áhyggjur af öryggi kayakræðara þá mega þau endilega dreifa öryggisbæklingnum okkar og benda fólki á að sækja sér fræðslu, en að nota þetta sem rök til að banna róður er bara þvæla.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 12:51 #13 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Verndun Laxár í Aðaldal.
Þetta eru ekki góðar fréttir og ömurlegt að við fréttum af þessu fyrir slysni, þegar að frestur til að gera athugasemdir er runninn út.

Á bls 20 er fjallað um samráðsferlið. Það má gera athugasemd við það að ekki hafi verið haft samráð við Kayakklúbbinn þar sem að talað er um að hefta umferð kayaka á vatnasvæðinu.

Á bls 62 segir:
\"Takmarka óvélknúnar vatnaíþróttir s.s. köfun, kajaksiglingar, seglbrettareið og
brimdrekareið (e. kite surfing) innan verndarsvæðisins til að draga úr áhrifum þeirra
á fuglalíf\"

Kayakklúbburinn ætti að senda bréf og bjóðast til að taka þátt í að setja þessi takmörk. Í málsgreininni er ekki talað um að banna eitt eða neitt og við þurfum að passa upp á að það standi.

Taktískt held ég að það sé betra að Kayakklúbburinn sendi bréf og óski frekari upplýsinga, harmi það að ekki hafi verið haft samband við klúbbinn á meðan á vinnslu áætlunarinnar stóð og að klúbburinn bjóðist til að taka þátt í að móta reglur um takmörkun á umferð kayaka á vatninu og í ánum. Annars ætti SAMÚT líka að skoða þessa áætlun... ef þau samtök eru enþá til.

Baráttu kveðjur
Jón

P.S. Garðar ég get ekki verið sammála því að kayakróður í ám fæli fiska. Skv. þeim rannssóknum sem gerðar hafa verið í Bretlandi á þessu kom í ljós að kayakróður fælir fiskimenn en ekki fiska.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 04:35 #14 by Garðar WC
ég er alveg sammála þér í því steini og það mundi trúlega auka vægi bréfsins og ykkur er velkomið að nota það en það verður að gerast eitthvað í þessu á næstu 5 vikum. Kannski að ég ætti að ganga í klúbbin B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

08 maí 2009 04:32 #15 by Steini
Mér findist að Kayakklúbburinn ætti að skoða þetta mál, og þá að gera athugasemdir. Bréfið er gott.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum