Takk fyrir skemmtilega keppni

29 apr 2008 17:52 #1 by elinmarta
Kærar þakkir fyrir lánið á bátnum Örlygur! fyrsta sætið hafðist þrátt fyrir afleitan tíma, merkilegt nokk

Góður dagur, þakkir til allra sem að honum stóðu!:)
Ekki seinna vænna að hökta í gang fyrir sumarið.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

29 apr 2008 13:54 #2 by palli
Fín viðtal, jarlinn klikkar ekki. (nema á nafninu á skerinu - ekki að ég hafi hugmynd um hvað það er ...)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2008 20:56 #3 by Orsi
dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4384941/3


Var að hlusta á viðtalið við Pétur í Hvammsvík um bikarinn. Gaman að þessu.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2008 16:01 #4 by Orsi
Keppnisnefndin á hrós skilið fyrir sína vinnu og Óla óska ég til hamingju með sigurinn.

Og þá vil ég óska Elínu Mörtu til hamingju með sigur í kvennaflokki. Það var líka skemmtilegt að hún skyldi taka gull á Q-bátinn. Maður er rígmontinn að eiga nú gullbát.

Og þá óska ég Kötlu Guðrúnu og Hilmari í 3 km vegalengdunum til hamingju með sigrana.

Hefur einhver baráttusögur um framúrkeyrslur og læti í 10 km vegalengd kallanna?<br><br>Post edited by: Orsi, at: 2008/04/28 12:07

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2008 15:48 #5 by palli
Takk sömuleiðis fyrir mætinguna og stemninguna. Minni á myndir af öllum keppendum á picasaweb.google.com/kayakklubbur/Reykjavikurbikar2008 og heildarútslit á fréttasíðunni. Það verður svo stutt viðtal við keppnisstjórann sjálfan, Pétur í Hvammsvík, á Rás1 í þættinum Vítt og breitt kl. 13:45 eða svo.

Palli Gests

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2008 14:00 #6 by Ingi
Ég tek undir með Ólafi. Menn sem leggja það á sig að halda þessa keppni ár eftir ár eins og Pétur Hvammsvíkurjarl og aðrir þeir sem koma að þessum mótum eiga þakkir skildar. Það hefði verið meira fjör að hafa Ísfirðingana með(en óhagstæðara fyrir flesta) og betri mæting úr okkar klúbbi hefði nú ekki skemmt fyrir. Pulsurnar voru fínar og keppnin vel heppnuð að öllu leyti. Takk fyrir mig.
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

28 apr 2008 12:36 #7 by olafure
Þetta var ansi skemmtilegt á laugardaginn en óneytanlega saknaði maður Ísfirðinganna og annarra kappa. Veðrið var ekki alveg það besta til kayak kappróðurs en viðráðanlegt. Fyrsti leggur út fyrir Geldinganes var fínn með smá mótvind og meðstraum en norðan við Geldingarnesið tók við ólgandi alda þannig að það hægðist töluvert á róðrinum og menn einblíndu á að halda sér réttum megin. Svo tók við skemmtileg hliðaralda með mótstraum sem magnaðist og breyttist í straumrastir eftir því sem nálgaðist veltuvíkina. Restin var ansi tíðindalaus utan þess að maður strandaði nánast þegar farið var fyrir hólmann fræga.
Óli E

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum