opið bréf til keppnisnefndar Reykjavíkurbikarsins

25 apr 2008 23:39 #1 by Jói Kojak
Palli, má ég koma með orginal Grænlending í Elliðaárrodeoið? :sick:

Jafnvel þó hann sé aðeins í´ði?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2008 22:29 #2 by Orsi
Keppn.nefnd hlýtur að vilja taka öryggi með í reikninginn. Skinnbátar með engum dekklínum, griphnúðum og ekki bætir hið þrönga mannop sem gerir félagabjörgun ómögulega og wet exit talsvert strembna.
Ingi biður um undanþágu. Ég styð kröfugerð hans á almennum hugmyndagrundvelli með ofangreindum fyrirvörum þó.
En mætti keppnisnefnd gera leysa úr þessu máli með því að koma bara með gagnkröfur? Að viðkomandi hefði tekið wet exit í sjó, sýnt fram á örugga sjóveltu og eitthvað í þeim dúr. Skinnbátsi er ekki öruggur en má ekki bæta það upp ef ræðarinn er það?

Það má semja um allt er það ekki?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2008 21:16 #3 by palli
Ágæti Ingi.

Ég hef ekki náð í alla keppnisnefndarmenn út af þessu snúna máli. Vissulega stenst báturinn þinn engan vegin keppnisreglur um hvernig sjókayak er skilgreindur. Hins vegar finnt mér ekki fýsilegt að veita þér ekki undanþágu, verandi á orginal Grænlendingi. Legg því til að þú takir þátt og róir eins og berserkur og skömmu síðar mun keppnisnefnd ákveða hvað gera skuli. Ef undanþága verður veitt telja stigin þín til íslandsmeistara, en ef ekki þá kemur þú út úr þessu með núll stig en heiður og frama hinn mesta.

Palli Gests

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2008 22:55 #4 by Jói Kojak
Ég óska hér með eftir að fá að taka \"sjúkrapróf\" í Elliðaárródeoinu.

Hef verið að lesa mér til um gildandi reglur og get ekki séð að þetta ætti að vera nokkurt vandamál.

Nema kannski fyrir veiðimenn.B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2008 22:21 #5 by Ingi
Kæru nefndarmenn. Ég ætla hérmeð að fara frammá undanþágu fyrir grænlensksmíðaðan kayak til að geta tekið þátt í keppnum á vegum Kayakklúbbsins. Eftir að hafa lesið kröfur til þeirra kayaka sem mega taka þátt er einsýnt að minn grænlenski uppfyllir ekki þær kröfur sem klúbburinn setur. Kayak sá er um ræðir er gerður eftir nokkur þúsund ára gamalli uppskrift og gaman væri að bera hann saman við þá sem nýrri eru í keppni þó að ég sé nú ekki að segja að ég hafi roð í bestu ræðara sem koma væntanlega til með að taka þátt. Kveðja, Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum