Elliðaár ródeó

28 apr 2008 11:02 #1 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Elliðaár ródeó
Ég fór á aðeins fjörugra ródeó um helgina. Hér í bæ var haldið swiss kayak challange, en það mæta c.a. 100 krakkar og unglingar og fullorðnir og keppa í 5 greinum, ródeó, down river kayak (sem eru asnalegir bátar), slalom, polo og regatta (sem eru 2 manna mjög asnalegir bátar á flötu vatni).

Veðrið lék við okkur 20 stiga hiti og sól allan tímann. Í dag lít ég út eins og sólþurkaður tómatur, eftir að sitja í 10 tíma í kríkbát í littu eddyi að fiska upp sundkappa.

Ég verð að segja að það var gott að setjast aftur í kríkbát, en aðstæðurnar hefðu mátt vera betri. Tilfinningin var svipuð og að hitta gamlan vin í jarðarför.

En hver voru annars úrslitin í Elliðaár ródeóinu?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2008 13:32 #2 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Elliðaár ródeó
Þetta var ekki flókin dómgæsla þar sem keppendur voru aðeins tveir og kepptu þar að auki ekki í sama flokki, fengu útdeilt sinn hvorum gullpeningnum. B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

26 apr 2008 00:38 #3 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Elliðaár ródeó
\"Paddling up shit creek\" er þetta kallað, Jón;)

Gæti útlagst \"róa upp skítalæk\".

Er ekki Sviss heimsþekkt fyrir gæða súkkulaði?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2008 17:11 #4 by StebbiKalli
Replied by StebbiKalli on topic Re:Elliðaár ródeó
Ég mæti
Og vona svo sannarlega að það verði fleiri á staðnum og að menn fari svo að huga að því að fara að bleyta sig.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

25 apr 2008 16:41 #5 by jsa
Replied by jsa on topic Re:Elliðaár ródeó
Já hvernig er stemmingin fyrir ródeóið. Ég er í góðri stemmingu hérna, smellti mér í gær í leikölduna okkar í Basel í 20 stiga hita og sól. Ekki leiðinlegt það. Ég veit ekki hvað er best í þessu dæmi, veðrið, aldan (þarna er hægt að surfa á alla kanta, blunta, helixa, donkie flippa og hvað og hvað), eða að geta svo bara hjólað með bátinn á kerru heim í lokinn.

Ég sendi Kojak SMS eftir sessionið í gær og fékk stutt og laggott svar \"Haltu Kjafti\"

Þetta er gott ráð vegna þess að þegar áin er í miklu vatni flæðir skolpið óhreynsað í hana. Á þriðjudaginn var hún að springa úr vatni/skolpi og á miðvikudaginn var ég soldið lasinn :sick: Þá borgar sig að halda kjafti og allavega vera ekki að drekka of mikið úr ánni :laugh:

P.S. Bragi verður þú í 10. bekkjar raftinginu. Ég er nefninlega með glaðning handa þér frá Þýskalandi.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2008 22:51 #6 by Jói Kojak
Replied by Jói Kojak on topic Re:Elliðaár ródeó
Já hvernig er eiginlega stemningin þarna á Gasa-svæðinu?

Hvar eru allar straumendurnar?

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2008 20:41 #7 by Steini
Replied by Steini on topic Re:Elliðaár ródeó
Bara að kanna málið, sem yfirdómari mótsins;

Ætla menn að mæta ??? B)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2008 20:45 #8 by jsa
Elliðaár ródeó was created by jsa
Djöfull mundi ég hakka ykkur ef ég tæki þátt, en því miður þá kemmst ég ekki.

Verð annars að viðurkenna að ég hef verið að éta algjöran skít í leiköldunni okkar hérna í Basel. Þá aðallega vegna þess að þegar að það er nógu mikið vatn í ánni til að aldan virki þá er það mikið til yfirfallið úr skolphreynsistöðinni, nammi namm.

En best að fara að róa, einhver þarf að gera það :)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum