Sjókayak hátíðin Egill rauði 6-8 Júní

25 apr 2008 23:34 #1 by Ari Ben
Upplýsingar um sjókajakmót Egils rauða í fréttablaðinu í dag, myndir og einhver smá lýsing á dagskránni. Reyndar villandi upplýsingar þar sem segir að um sé að ræða Íslandsmeistaramót í kappróðri. Sprettróðrarkeppnin er nú aðeins hluti af dagskránni eins og þið vitið kannski.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

23 apr 2008 00:58 #2 by Steini Ckayak
Sjókayakmót Eiríks Rauða hefur flutt sig um set og verður haldið á Norðfirði komandi sumar af Seakayak Iceland og kayakklúbbnum Kaj.
Að því tilefni heitir Eiríkur Rauði nú Egill rauði eftir landnámsmanni Norðfjarðar.

Þau Nigel Foster, Kristin kona hans og Freya Hoffmeister hafa boðað komu sína og Gæslan hefur sagt að það sé ekki útilokað að þeir mæti með eitt stykki þyrlu.

Dagsetning hátiðarinnar þetta árið verður 6-8 Júní og því ekki seinna vænna en að panta flumiða fyrir þá sem vilja.

Það verða einhverjar ferðir með báta frá Reykjavík og hægt verður að fá einn flutningabíl ef með þarf og kostar þá ca 10.000 kr farið fyir bátinn fram og til baka ef næst að fylla bílinn.

Nánari dagskrá verður tilbúin fyrir næstu helgi og verður póstuð á vefsíðu kayak klúbbsins kaj, Seakayak Iceland og kayakklúbbsins í Reykjavík.

Hlökkum til að sjá sem flesta fyrir austan í sumar á kjarngóðri sjókayak hátíð.

kv
Steini
S:6903877

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum