Eyjaferð

25 apr 2008 03:08 #1 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Eyjaferð
Það er ekki óhugsandi að hitta á háhyrninga á þessum slóðum. Ég sá einu sinni tvo á fiskimiðum leika sér með selskóp eins og hann væri bolti sem þeir köstuðu á milli sín 30 til 40 metra. Annars yrði það í fyrsta skipti í heiminum ef við yrðum étnir af háhyrningum. Þeir hafa mér vitanlega aldrei ráðist á menn. (Endilega leiðréttið mig þið sem vitið betur.)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2008 21:50 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Eyjaferð
Sæll Ingi.
Já þetta er áhugavert og ég ætla að skoða málið. Vegalengd sem róa þarf er líklega um 15 km þótt stysta loftlína frá strönd að Elliðaey sé e.t.v. 7-8 km. Svo er það sjólag, vindur og straumur. Gaman væri að róa til Eyja, það er langt síðan ég var í lunda í Bjarnarey. Hins vegar var ég á því að hætta að hugsa um þetta þegar ég fór á slóðina sem þú gafst og lenti fljótlega á \"ókindar\" hryllingsmyndum. Ég kom eitt sinn ásamt vinum á Zodiac upp í sandinn norðan í Surtsey og þar var mökkur af sel og hreyfðu sig ekki þótt við gengjum til þeirra. Skýringin var hjörð háhyrninga sem sveimuðu fyrir utan og biðu eftir gómsætum bita.
Kveðja,
GHF

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

24 apr 2008 18:53 #3 by Ingi
Replied by Ingi on topic Re:Eyjaferð
Gott að hafa í huga við suðurströndina....
:side:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

20 apr 2008 18:23 #4 by Ingi
Eyjaferð was created by Ingi
Sjómannadagurinn verður haldinn með pomp og prakt í Vestmannaeyjum fyrstu helgina í júní. Ég hef verið að spá í að fara þangað úr Bakkafjöru ef vel viðrar. Hvernig er stemningin fyrir því? Það er öldudufl komið í fjöruna í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir þar og það kemur sér vel þegar meta á hvort fært sé úr fjörunni á kayak. Ef af verður þá geta menn tekið annaðhvort Herjólf tilbaka eða flug á Sunnudaginn. Ég gæti fengið hjálparbát tilað koma á móti okkur, en allt veltur þetta á veðrinu auðvitað. kv. Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum