nætróð

25 nóv 2007 16:21 #1 by GUMMIB
Replied by GUMMIB on topic Félagsróður 24.11.2007
Félagsróður 24.11.2007

Fimm lögðu af stað í NNA belgingi austanmegin við Geldingarnesið. Þónokkur sjór við norðurendann
á Geldingarnesinu þar sem hópurinn skiptist í tvennt. Tveir kláruðu Geldingerneshring og þrír
ákváðu að fara norður fyrir Viðey.

Við norðurenda Viðeyjar voru nokkuð hressileg brot sem náðu töluvert norður fyrir eyjuna (útfall og stór straumur).

Ákveðið var þegar komið var út í þetta að snúa við og stoppa á eiðinu í Viðey austanmegin.

Síðan var róið í átt að gámunum og lent í stórfjöru. Sterkur norðan vindur og kuldi ásamt hressilegu sjólagi voru einkenni á þessum túr. Aldrei sér maður eftir að hafa farið svona á laugardagsmorgnum.

Þeir sem fóru voru:

Gísli F.
Guðmundur B.
Hörður K.
Magnús S.
Örlygur S.

Kveðja
Guðmundur.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 nóv 2007 20:45 #2 by Gíslihf
Replied by Gíslihf on topic Re:Félróð 10.11
Já það er þetta stöðuga fikt í honum Örlygi, athuga hvað hann getur legið lengi á hliðinni án þess að velta, jafvel í hliðaröldu, sleppa frá sér kayaknum í vindi til þess að sjá hvort hann nái honum á sundi og fleira. Í þetta sinna var kjölurinn svo lengi upp að mér kemur í hug frásögnin af Grænlendingunum sem voru að sýna á Reykjavíkurtjörn. Þegar þeir komu svo upp eftir langa dvöl áttu þeir að vera löngu dauðir. Einhver segir að þeir hafi haft slöngu til að anda að sér loftinu í mannhólfinu.
Allt er þetta samt í góðu lagi með góðum félögum - og til þess að vera traustir félagar þurfum við líklega að æfa okkur í smá flippi stöku sinnum líka.
Kveðja, GHF.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

11 nóv 2007 18:17 #3 by Orsi
Replied by Orsi on topic Félróð 10.11
Ritað skal að fimm manns sóttu sjó í gær. Mun þetta hafa verið 43. róður ársins.
Norðankaldi og hopperí á sundunum. Viðeyjarhringur með útúrdúrum. Smálens til baka. Einn hvolfdi og fór á sund og það tvisvar. Ekki æfing. Undirritaður að verki í bæði skipti. Það verður alltaf einhver að hvolfa er það ekki? -Og síðan einhver að bjarga, Maggi að þessu sinni. Síðast var það Páll R. Takk fyrir það báðir tveir.
Fínasti róður og vel það. Urðu þetta 10-12 km.
Þessir réru:
Gísli H
Maggi,
Páll R
Sigurður
Örlygur

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

03 nóv 2007 19:56 #4 by Orsi
Replied by Orsi on topic 3.11 félróð
Sex manns í dag, þar af einn nýr, náði ekki nafni. Hinir voru HörðurK GummiB Páll R og Þórólfur og undirrt.
Farið var í Kollafjörðinn. Þetta var framogtilbakaróður í smápusi og austankalda. 10 km. ÖS.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 okt 2007 19:38 #5 by Orsi
nætróð was created by Orsi
Dembi mér á sjó í kvöld frá Nauthólsvík. Max 2 tíma róður. Verð mættur 19.30. Vildi láta vita af þessu ef fleiri skyldu eiga heimangengt.

(Endurtek: Nauthólsvík - ekki Geldinganes)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum