Helgarferð á Norðurland 28.-30.Júni

20 jún 2024 20:49 #1 by Susanne
Nú er að koma að næstu helgarferð klúbbsins þann 28. – 30. Júni. Að þessu sinni ætlum við að kanna Norðurlandið. Bækistöðin okkar verður á tjaldsvæðinu Reykjum (Reykjadisk) norðan við Sauðárkrók. Þar hittumst við á föstudagskvöldi og könnum svo svæðið, í tveim dagsróðrum, á laugardaginn og sunnudaginn. Ýmsar perlur leynast í grenndinni, en þar má nefna Glerhallavík, Kálfshamarsvík, og auðvitað má láta sig dreyma um Drangey. Nákvæmar dagsleiðir verða ákveðnar á staðnum eftir veðri og skapi. Sundlaug er við tjaldsvæðið og eflaust prýðileg aðstaða til að láta fara vel um sig. Nánari upplýsingar um aðstöðuna, gistináttaverð o.fl. má finna hér: www.blika.is/tjald/Tjaldsv%C3%A6%C3%B0i%C3%B0%20Reykjum.Þetta er 2-3 ára ferð, en þátttakendur þurfa því að hafa æft félagabjörgun, vera byrjuð að tileinka sér rétta róðratækni, stuðningsáratök og geta róið 20 - 30 km á dag.Endilega skellið ykkur með, og látið okkur vita ef þið ætlið að koma í þessa ferð.Perla (8648687) og Susanne (8935794)

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum