Abler

30 apr 2024 12:59 #1 by ValgeirE
Abler was created by ValgeirE
Á næstunni mun Kayakklúbburinn taka í notkun Abler www.abler.io/home/is/ kerfi sem mörg íþróttafélög nota hérlendis. Innskráning er með rafrænum skilríkjum.

Hægt er að nota kerfið sem netsíðu eða með appi.

Í gegnum Abler koma inn rukkanir félags- og geymslugjalda í framtíðinni. Hægt verður að greiða með korti eða greiðsluseðli í banka.

Þá verður möguleiki að staðfesta félagsaðild með því að vera með appið í símanum til að fá afslætti í verslunum eða staðfesta félagsaðild í Laugardalslaug.

Einnig verður hægt að eiga samskipti innan klúbbsins í tengslum við einhverja atburði.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum