Félagsróður 13. janúar 2024

12 jan 2024 11:24 #1 by sveinnelmar
Undirritaður er skráður róðrastjóri laugardaginn 13. janúar.
Veðurspáin er tóm blíða. Von er á logni og lágdeyðu með lítilli ölduhæð. Hiti verður um 2°C með úrkomu í grennd. Háflóð er um 7:00.
Datt mér þá í hug að róa inn að Korpuós og leika okkur aðeins þar í straum þar sem Korpa er í hærra lagi núna vegna hlákunnar. Þaðan myndum við taka stefnuna í Þerneyframhjá Gunnunesi og jafnvel taka þar land og taka stutt kaffistopp. Að kaffistoppi loknu myndum við fræsa fyrir Geldinganesið og nýta þar æfingaaðstöðuna í grjótgarðyrkju/grjótastökk (Rock Gardening/Rock Hopping) á heimleiðinni.
Róðrarlengd er um 10km og getum við búist við að það taki 2,5 - 3 klst með kaffistoppi. Heimkoma á Geldinganes er þá um 13:00. 

Mæting er kl 9:30 og við förum á sjó klukkan 10:00
Hlakka til að sjá ykkur sem flest í blíðunni og munið eftir gleðinni og góða skapinu.
Ástarkveðja
Sveinn Elmar

 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum