Félagsróður 30. desember

28 des 2023 11:56 #1 by ValgeirE
Það er falleg veðurspá fyrir laugardaginn, seinasta róður ársins. Austan 6 m/s og úrkomulaust. Frost viðráðanlegt.
Ég tek að mér róðrarstjórn í fjarveru Arnars.
Hvert við förum og hvað við gerum verður gert í samráði við þá sem mæta. Eflaust þarf að taka tillit til ísingar en það kemur í ljós.
Jafnvel mun ég bjóða upp á konfekt í lok ferðar en þið verðið að koma með ykkar drykki.

Hér verður kjörið tækifæri til að róa af sér jólasteikurnar og ljúka árinu á sjó...

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum