Félagsróður 16. desember 2023

14 des 2023 18:25 #1 by ValgeirE
Veðurspá laugardagsins er vægast sagt athyglisverð og tekur reglulega breytingum.

Ég stefni að því að fara á sjó, eða a.m.k. reyna að sjósetja. A.m.k. verður það þá æfing að sjósetja í erfiðum aðstæðum. Ef komust á flot er ólíklegt að það verði farið langt en við reynum að taka einvern hring.

Hvað við gerum verður ákveðið í mikilli samvinnu þeirra sem mæta á laugardaginn.

Skynsamlegt er að vera vel búinn, jafnvel mæta með hjálm og vera með dráttarlínu.

Hvað sem gerist þá verður þetta örugglega eitthvað bras en við ætlum að hafa gaman af því.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum