Félagsróður 9. Desember 2023

07 des 2023 09:37 - 07 des 2023 09:39 #1 by sveinnelmar
Tek að mér róðrastjórn í fjarveru Egils á laugardaginn. Það er rjómablíðuspá, austan 2-4m/s sól og hiti kringum frostmark.
Það hafa verið ríkjandi austanáttir undanfarið þannig að ekki er von á mikilli öldu.
Að því sögðu kynni ég hér til leiks róðraplanið. Við ætlum að róa rangsælis Þerney - Lundey - Geldinganes um 11 km leið.
Mæting er 9:30 og brottför 10:00. Áætlað er að þessi róður taki 2,5 - 3 klst svo við ættum að vera að lenda um 13:00.
Minni fólk á að klæða sig vel og mæta í sínu besta skapi með drykk á dekki og orkustykki í vesti því þessi dagur verður fallegur.
Sjáumst glöð á laugardagsmorgun,
Sveinn Elmar
 
Attachments:

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum