Næturróðrar 2023

20 nóv 2023 11:02 - 20 nóv 2023 11:47 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2023
Þá er Næturróðrarseríu lokið á 10. afmælisárinu og tókst að fara í alla róðrana skv. dagskrá.
Mætingar voru alls 13.  Í NR II komu þrír ræðarar, Perla, Sveinn Elmar og undirr.

Og svo rann upp NR III. Sjö ræðarar mættu galvaskir, þrátt fyrir goluþyt og hvítt í báru. Við lentum í Þerney um miðnættið, nokkrir voru að prófa næturróður með tjald í fyrsta skipti og brautskráðust með toppeinkunn og innilega til hamingju.  

Næsta sería verður í mars, dagsetningum verður potað inn á næstunni.  Þakka öllum allt, sjáumst - Nefndin. 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

09 nóv 2023 08:36 #2 by Orsi
Replied by Orsi on topic Næturróðrar 2023
Þrír bátar á sjó í gær og teknir voru 11 km í goluþyt.
NR II er svo 15. nóvember. Mæting kl. 20:30.
Þessi röru: Lárus, Veiga, Orsi.
Sjáumst, nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

31 okt 2023 13:28 - 09 nóv 2023 08:36 #3 by Orsi
Næturróðrar 2023 was created by Orsi
Þá eru Næturróðrarsería klúbbsins að hefjast.

Fyrsti róðurinn er 8. nóv. Mæting Kl. 20.30 og  komið í land 22.30.
NR II er 15. nóv, sami tímarammi.
NR III 17. nóv, sama mæting og nú með viðlegubúnað til gistingar í Þerney eða Engey. 

Vonandi verða ekki harðviðrisfrost með snörpum éljum rétt á meðan við njótum næturróðra að þessu sinni. Þetta er nefnilega lýðheilsumál. 
Mætum með ljós og orkukubba í alla róðra. 
Sjáumst Nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum