Frestað !! Þingvallaróðurinn laugardaginn 15. júlí

12 júl 2023 14:01 - 14 júl 2023 12:19 #1 by siggi98
UPDATE:
Þar sem veðurspá á laugardaginn er ekki góð til róðurs verðum við því miður að fresta ferðinni á Þingvallavatn um óákveðin tíma. Við látum ykkur vita ef við náum að finna aðra helgi til að fara!
Kær kveðja Jenný og Susanne.

Komið sæl öll, Jenný og Susanna eru með Þingvallaróðurinn laugardaginn 15. júlí. Hugmyndin er að fara þennan hring, sjá link hér fyrir neðan. Þetta er A-B leið sem þýðir að við myndum koma bátunum að upphafspunkti og færa svo hluta af bílunum að áfangastað. Einnig þurfum við að hafa í huga að bílastæðin rúma ekki marga bíla og því væri gott að reyna að sameina eins og hægt er og/eða taka kayakkerru með (fer eftir fjölda fólks).
Við munum uppfæra þennan status seinna í vikunni þegar við sjáum veðurspánna betur. Miðum við að vera komin á sjó kl 10, hlökkum til að sjá sem flesta.
Sumarkveöjur Jenný og Susanne

www.google.com/maps/d/viewer?hl=is&ll=64...aF6gfAuu3Fq1PYIxvD4I

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum