Félagsróður 22 júni

22 jún 2023 23:06 #1 by Larus
Replied by Larus on topic Félagsróður 22 júni
13 bátar á sjó - þrír nýliðar, þar af tveir ferskir eftir námskeið hjá Magga. 
Lögðum af stað i hægum vindi sem jókst svo er leið á kvöldið,
Ýmsar róðraræfingar á leiðinni í Fjósakletta,
þar voru teknir sprettir ásamt  félaga og sjálfs björgunum,
heimleiðin var strembin á móti vindi  ca 12 m sek. 

Allir stóðu sig vel, ekki síst nýliðarnir.

Hittum á formannshjónin sem voru að koma úr æfingaróðri
þegar við vorum að leggja i ann,
alltaf ánægjulegt  að hitta það sómafólk.


lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2023 21:53 #2 by Ingi
Replied by Ingi on topic Félagsróður 22 júni
Ég er alveg sammála lg að það er mikill ávinningur að kunna trix og bjarganir á sjálfum sér og örðrum. Nánast er það frumskilyrði fyrir þá sem eiga það áhugamál að sigla eða róa um sjó. 
Ég mundi vilja að allir ræðarar færu á námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna og fá þar það sem kallað er Grunnám í þessum fræðum. 
Þá er farið í ýmsa þætti sem sannanlega eru mikilvægir í starfi og leik í sjó við okkar strendur og þó víðar væri.
Félagsróðrar eru eins og kemur fram í nafninu róðrar þar sem að félagar hittast og róa saman. Alltaf hafa samt verið einvherjir sem vilja æfa eitthvað og það er bara allt gott um það að segja. Ég man eftir einu tilfelli þar sem að nýbyrjað var að hafa róðrarstjóra. Hann ákvað að fara inn í Leirá og taka þar kaffihlé. Logn og hitastig við frostmark í Geldininganesi. Hitastigið var lægra eftir þvi sem nær meginlandiinu var  og hærra utar við sundin. ekkert var pælt í því. Á leiðnni tognaði aðeins úr hópnum og einn úr hópnum tók sig til og festi línu í þann sem hægast fór og dróg alla leið á kaffistoppið. Allir mjög ánægðir með róðurinn fram að því en eitthvað var kvartað um kulda í stoppinun og það svo að kaffistoppin voru nánast aflögð. Sá sem dreginn var kom aldrei aftur í félagsróður og kemur væntanlega ekki aftur. 
Við erum misgóðir ræðarar. Klúbburinn hefur þróast upp í það sem má kalla eilítu og ofurræðara. Hinir eru kannski ekki alveg eins færir og þar af leiðandi veigra sér við að koma í þessa róðra. 
Ég ætla að nefna það hér að ég man eftir nánast öllum sem róa í dag í sínum fyrsta róðri. 
Gefum nýliðum smá séns.
kv
Ingi

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

21 jún 2023 13:47 #3 by Larus
Ég tek róðrarstjórn  22 júni,
reikna  fastlega með að nýta tímann i að æfa eitthvað gagnlegt.

Mætið klædd til að fara i sjóinn, ekkert kaffistopp 
- byrjendur sem lengra komnir eiga erindi.

lg

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum