Hætt við vegna veðurs - Dagsferð frá Akranesi 21.05.

18 maí 2022 12:37 - 20 maí 2022 09:26 #1 by Sveinn Muller
Akranes 21.05 - Hætt við vegna veðurs. Nú stefnir í 10-12 m/s og lítið gaman að vera þar í þessu veðri.

Lagt er af stað frá Geldingarnesi kl. 9 og keyrum að tjaldsvæðinu á Akranesi. Róið verður langleiðina að ósum Leirárvogs áður en heldið verður til baka aftur. Um að gera að skola af sér í Guðlaugu á Langasandi að loknum róðri. Áætlaður komutími í bæinn er milli klukkan 3 og 4.
Sameinumst í bíla eftir því sem hægt er. Nauðsynlegt er að hafa gott nesti með fyrir daginn.
 
Reikna má með um 15 km róðri. Flóð er um 10:30 og fjara 16:30
Ágætis verðurspá er fyrir laugardaginn, norðan 2-6 m/s skýjað og 10-12 stiga hiti.

Nánari upplýsingar:
Sveinn Muller - 844 4240
Helgi Þór - 787 9922

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum