Félagsróður 30. apr - Lundey

29 apr 2022 10:46 #1 by SAS
Á morgun er síðasti félagsróðurinn á vetrartíma þetta skiptið (mæting kl 090:30), en félagsróðrarnir flytjast yfir á fimmtudaga kl 18:30 í maí.  

Undirritaður er skráður róðrarstjóri, en Susanne og Marton munu stýra róðrinum, en þau eru að undirbúa sig undir BCU 4* þjálfun, heitir víst eitthvað annað í dag :-)

Planið er að róa í Lundey og hafa kaffistopp þar, en það fer að líða að lokun Lundeyjar meðan á varptíma stendur (20. maí til 20. ágúst), Lundinn er vonandi mættur á svæðið.
Vegna fuglaflensunnar,  er mælt með að sleppa því að snerta dauða fugla.

Veðurspáin er ágæt. 7-8 stiga hiti og lítill sem enginn vindur,  háfjara er kl 11:41 

kv
Sveinn Axel
 

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum