Álftanesróður 21.4.

21 apr 2022 15:27 #1 by Orsi
Replied by Orsi on topic Álftanesróður 21.4.
25 bátar á sjó. Við sjósettum í blíðu frá Sviða eftir góðan inngang Torfa formanns. Rörum svo austrí Hafnarfjarðarhöfn. Hér var róið af ástríðu. Og listfengi. Móttökur Þytsfélaga í þeirra höfuðstöðvum voru á heimsmælikvarða og að loknu ríkulegu kaffihlaðborði þar á bæ var til baka haldið. Frábær heimsókn á þessum fyrsta sumardegi. Þakkir til allra.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

15 apr 2022 03:32 - 15 apr 2022 19:36 #2 by Orsi
Álftanesróður 21.4. was created by Orsi
Ferðanefnd tilkynnir róður á sumardaginn fyrsta, sem er fimmtud. 21.apríl.

Þetta er heimsókn til tveggja nágrannaklúbba hvorki meira né minna. Mæting er við Hliðsnes kl. 10. Þar taka félagar í kayakklúbbnum Sviða á móti okkur og verða þar einnig félagar í siglingaklúbbnum Þyt. Við búum okkur á sjó og róum inn að Hafnarfjarðarhöfn og fáum móttökur frá Þyt  sem sjá um bakkelsi. Róum síðan til baka í Hliðsnes og ættum að vera þangað komin um kl 14. Nefndin treystir því að félagar hjálpist eitthvað að með bátaflutninga eins og kostur er. 



Þetta er laufléttur sumardagsróður, upplagt fyrir nýja félaga líka. Heildarvegalengd um 10 km.
Til að komast að Hliðsnesi er ekinn Álftanesvegur og beygt af honum til vinstri, inn á Garðaveg og ekinn 650 metra langur kafli uns komið er að hægri beygju og tekur þá við 1660 metra langur spotti inn að upphafsstað róðurs. Aldeilis ljómandi. Sjáumst.
- Nefndin.

Please Innskráning or Create an account to join the conversation.

Powered by Kunena Forum